Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 20:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en ákæruliðirnir voru níu talsins, en þar af voru fjögur ofbeldisbrot. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot. Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot.
Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent