Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 20:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en ákæruliðirnir voru níu talsins, en þar af voru fjögur ofbeldisbrot. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot. Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot.
Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira