Lægstu barnabætur aldarinnar? Kristófer Már Maronsson skrifar 21. september 2023 07:30 Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Félagsmál Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Sprengisandi á sunnudaginn tókust á formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nokkrum mínútum vörðu formennirnir í að ræða velferðarkerfið og lét Kristrún Frostadóttir eftirfarandi orð m.a. falla: „Barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu, eftir þetta átak ríkisstjórnarinnar, hafa aldrei verið lægri á þessari öld. Þær eru helmingi minni sem hlutfall af hagkerfinu heldur en á Norðurlöndunum.” Er rétt að mæla barnabætur sem hlutfall af landsframleiðslu? Þegar við mælum eitthvað sem hlutfall af landsframleiðslu erum við yfirleitt að skoða stærðir sem þróast í samræmi við landsframleiðslu, t.d. framleiðslutölur einstakra atvinnugreina eða afkomu ríkissjóðs. Barnabætur er hins vegar ekki rétt að mæla sem hlutfall af landsframleiðslu og vont að sjá formann Samfylkingarinnar tileinka sér þennan misskilning verkalýðshreyfingarinnar. Árið 2000 voru börn undir 18 ára aldri tæplega 28% þjóðarinnar en í lok árs 2022 voru þau tæplega 22%. Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 41% frá aldamótum og hlutfall barna af íbúafjölda fer sífellt minnkandi. Út frá þessum staðreyndum má draga þá ályktun að landsframleiðsla sé að þróast talsvert hraðar en þörf fyrir stuðning til barnafjölskyldna þar sem börnum fækkar í hlutfalli við heildarmannfjölda. Stendur barnabótakerfið með fólki þegar tekjur lækka? Barnabótakerfið er byggt upp fyrir tekjulágar fjölskyldur til þess að létta undir kostnaði þeirra við að ala upp börn. Barnabætur byggja ekki á ákveðnum potti í fjárlögum sem dreift er til þeirra sem á þurfa að halda, heldur breytast þær í takt við tekjur barnafjölskyldna að öðru óbreyttu. Hægt er að skoða nokkra mælikvarða en einn mælikvarði sem mér þykir rétt að skoða í þessu samhengi er hvort barnabætur þróist að einhverju leyti í takt við atvinnuleysi foreldra barna. Á grafinu hér að neðan er bláa línan barnabætur úr ríkisreikning á verðlagi ársins 2022 og þeim deilt á fjölda barna. Það segir ekki nákvæmlega til um hvernig stuðningur er við tekjulágar barnafjölskyldur, enda misjafnt hverjar tekjur foreldra eru, en gefur ágætis mynd. Gula línan er svo atvinnuleysi 25-54 ára. Auðvitað eru foreldrar barna á aðeins breiðari aldri, en framboð gagna stýrir þessari framsetningu. Það er tvennt áhugavert við þessa mynd. Í fyrsta lagi má sjá árin 2009-2013, betur þekkt sem vinstri stjórnarárin. Barnabætur á hvert barn hríðfalla, sem er í takt við það að fjárhæðir barnabóta voru ekki hækkaðar árin 2009-2012. Árið fyrir kosningar var þeim svo flengt upp. Svo eru árin eftir vinstri stjórnina, þar sem mikil fylgni er á milli atvinnuleysis og barnabóta á hvert barn. Þannig má draga þá ályktun að þegar atvinnuleysi skýst upp í covid kemur barnabótakerfið (og viðbætur stjórnvalda) til þess að grípa fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum. Þá er einnig vert að nefna að grunnfjárhæðir barnabóta hafa hækkað umfram verðlag frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við af vinstri stjórninni árið 2013. Þróun launa, verðlags og skerðingarmarka barnabóta Því er oft haldið fram af vinstri mönnum að með öllum launahækkunum undanfarinna ára að barnabætur skerðist bara og þannig hætti fólk að fá barnabætur. Betra er að skoða þessa þróun í samhengi áður en slíkum bullyrðingum er kastað fram. Launavísitala hefur tæplega þrefaldast og vísitala neysluverðs rúmlega tvöfaldast frá 2006 - 2022. Skerðingarmörk barnabóta hafa tæplega fimmfaldast frá árinu 2006, þrátt fyrir algera kyrrstöðu hjá vinstri stjórninni fram að kosningaári. Svo má sjá hvernig skerðingamörk hækka á ný og hafa gert viðstöðulaust síðan slitabúin lögðu fram stöðugleikaframlög sem runnu í ríkissjóð - aðgerð sem vinstri menn höfðu enga trú á að hægt væri að framkvæma. Umræðan þarf að byggjast á staðreyndum en ekki bullyrðingum Við búum hér í einu mesta velferðarkerfi heims en höfum ekkert alltaf gert hlutina eins og aðrar þjóðir. Til dæmis þegar kemur að barnabótum eru flest Norðurlöndin með ótekjutengdar barnabætur, þannig hæst launuðustu foreldrar samfélagsins og þeir lægst launuðustu fá jafn mikið. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu og velferð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og fer það í taugarnar á vinstri mönnum, sem reyna að halda öðru fram. Það að barnabætur séu þær lægstu á öldinni sem hlutfall af landsframleiðslu getur sagt margar sögur, m.a. að barnafjölskyldur hafi aldrei verið tekjuhærri eftir aldamót. Það er skrítið að heyra fullyrðingar um að ríkisstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu sé að grafa undan barnabótakerfinu, en jafnframt skiljanlegt að fólk hlusti þegar formaður Samfylkingarinnar talar enda klár og frambærileg stjórnmálakona. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi fullyrðing er bullyrðing og vinstri menn ættu að líta sér nær, en því miður flækjast staðreyndir oft ekki fyrir stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun