Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Aron Guðmundsson skrifar 21. september 2023 08:00 Óskar Hrafn á Bloomfield leikvanginum í gær fyrir æfingu Breiðabliks Vísir/Skjáskot Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þetta tímabilið en auk Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv er B-riðillinn skipaður Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Við þurfum að passa að þora vera við sjálfir, þora að spila boltanum og ekki hætta að gera þá hluti sem að komu okkur á þennan stað þó svo að nú sé sviðið stærra og meira undir.“ „Maður finnur fyrir blöndu af eftirvæntingu og pínu kvíða fyrir því óþekkta,“ segir Óskar í samtali við Vísi aðspurður hvernig tilfinningin í hópnum sé fyrir þennan mikilvæga leik. „En við höfum svo sem ekki fengið einhvern brjálæðislega mikinn tíma til þess að velta okkur upp úr þessum leik. Við vorum auðvitað bara að spila núna síðast á sunnudaginn og tökum einhvern veginn bara einn leik í einu. Þetta hefur þó verið, svona hægt og bítandi eftir að við komum hingað til Ísrael, að raungerast meira og meira. Auðvitað er þetta bara mjög skemmtilegt.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir stórleik kvöldsins: Blanda af eftirvæntingu og pínu kvíða fyrir því óþekkta Alltaf eitthvað sem þú getur ekki undirbúið þig fyrir Í viðtali mínu við Robbie Keane, þjálfara Maccabi Tel Aviv, sagði hann að fyrir svona leiki væri aðeins hægt að undirbúa sig upp að vissu marki. Er það eitthvað sem þú getur tekið undir, eru þið að renna dálítið blint í sjóinn fyrir þennan leik? „Það er svo sem alveg rétt hjá Robbie að maður geti bara undirbúið sig upp að vissu marki. Við höfum fundið það í þessum einvígum sem við höfum spilað að seinni leikurinn gegn þeim liðum sem við höfum mætt er oftar en ekki auðveldari heldur en fyrri leikurinn vegna þess að þú jú rennur blint í sjóinn. Á upptökunum getur maður séð hversu hratt leikmenn hreyfa sig en maður áttar sig svo ekki hversu hratt þeir hreyfa sig þegar í raunveruleikann er komið.“ „Auðvitað eru alltaf uppi einhvern spurningarmerki fyrir svona leiki, það er alltaf eitthvað sem þú getur ekki undirbúið þig fyrir. Við vitum hins vegar að Maccabi Tel Aviv er gríðarlega öflugt lið, vitum að þeir eru með frábær einstaklingsgæði innan síns leikmannahóps. Síðan að Robbie Keane tók við stjórnartaumunum þarna hafa þeir ekki tapað leik og fóru í grunninn tiltölulega þægilega í gegnum undankeppnina.“ Sviðið stærra og meira undir Maccabi Tel Aviv sé lið sem er með mörg vopn í sínu búri. „Þetta er lið sem við tökum alvarlega og vitum að eiga okkar allra, allra besta leik til að eiga möguleika á því að fá eitthvað út úr þessu. En á sama tíma þurfum við að passa að þora vera við sjálfir, þora að spila boltanum og ekki hætta að gera þá hluti sem að komu okkur á þennan stað þó svo að nú sé sviðið stærra og meira undir. Við höfum einhverja hugmynd um það hversu öflug pressan þeirra er, hversu fljótir þeir eru að færa boltann á milli manna en vitum það ekki fyrir alvöru fyrr en við kynnumst því í leiknum.“ Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan tíu í kvöld að staðartíma en klukkan sjö heima á Íslandi. Þrátt fyrir að leikurinn fari svona seint af stað mun hitastigið í Tel Aviv standa í um 27 gráðum og að sama skapi verður rakastigið hátt. Eru þetta aðstæður sem eru að fara hafa áhrif? „Já, þetta er auðvitað gjörólíkt því sem við þekkjum heima á Íslandi en það er bara best að hugsa sem minnst um þessa þætti sem við getum ekki stjórnað. Við getum ekki stjórnað veðurfarslegum aðstæðum, getum ekki stjórnað því hvernig völlurinn er, höfum ekki stjórn á dómaranum. Það er fullt af hlutum sem við höfum ekki stjórn á en við höfum stjórn á frammistöðunni okkar, hvað við leggjum í leikinn, hversu tilbúnir og hungraðir við erum. Það er langbest fyrir okkur að einbeita okkur bara að því en það er alveg ljóst fyrir okkur að það að fara út og ætla hápressa þá í 90 mínútur við þessar aðstæður er ekki gerlegt. Við þurfum því að finna heilbrigt jafnvægi milli þess að þora að stíga hátt á þá og svo falla á réttum tímum, passa að vera ekki of ákafir.“ Verða vel stemmdir: Hungraðir og hugrakkir Óskar Hrafn minnist á hungur sinna leikmanna en í kjölfar tapleiks Breiðabliks gegn FH í Bestu deildinni um síðustu helgi, sem var þriðji tapleikur Blika í röð, sagði Óskar Hrafn að það virtist vera sem svo að það skorti upp á hungur og drifkrafti hjá sínum leikmönnum. Eru leikmenn alveg klárir í þetta verkefni núna? „Ég hélt að leikmennirnir mínir væru klárir á sunnudaginn síðastliðinn en svo var það ekki þannig og auðvitað er það þannig fyrir hvern einasta leik að maður trúir því að leikmenn séu klárir. Þetta eru strákar sem hafa staðið sig mjög vel í gegnum tíðina, eru gott lið og frábærir fótboltamenn. Ég hef alltaf sagt að maður geti ekki notað álag sem afsökun en menn eru núna búnir að spila 38 alvöru keppnisleiki á þessu tímabili þar sem mikið er undir. Þá þarf maður að sýna því meiri skilning að á einhverjum tímapunkti fyllist hausinn og andleg og líkamleg þreyta gerir vart um sig. Þá er bara oft erfitt koma sér af stað því þó hugurinn vilji það hreyfast lappirnar bara ekki. Auðvitað er það ömurlegt fyrir okkur að tapa tvisvar fyrir sama liðinu á okkar heimavelli, það fylgir því hörmungar tilfinning en kannski var það eitthvað svona sem við þurftum á að halda til að fatta að við værum í þessum ákveðnu vandamálum, þurfum að bregðast við þessu og viðurkenna stöðuna og ástandið á hópnum, ná einhvern veginn að keyra okkur aftur í gang og vinna í því að hjálpa mönnum sem eru kannski orðnir þreyttari en þeir eru vanir að vera á venjulegu tímabili. Ég held að menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir.“ Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv og færum ykkur allt það helsta þaðan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Ísrael Fótbolti Tengdar fréttir „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þetta tímabilið en auk Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv er B-riðillinn skipaður Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Við þurfum að passa að þora vera við sjálfir, þora að spila boltanum og ekki hætta að gera þá hluti sem að komu okkur á þennan stað þó svo að nú sé sviðið stærra og meira undir.“ „Maður finnur fyrir blöndu af eftirvæntingu og pínu kvíða fyrir því óþekkta,“ segir Óskar í samtali við Vísi aðspurður hvernig tilfinningin í hópnum sé fyrir þennan mikilvæga leik. „En við höfum svo sem ekki fengið einhvern brjálæðislega mikinn tíma til þess að velta okkur upp úr þessum leik. Við vorum auðvitað bara að spila núna síðast á sunnudaginn og tökum einhvern veginn bara einn leik í einu. Þetta hefur þó verið, svona hægt og bítandi eftir að við komum hingað til Ísrael, að raungerast meira og meira. Auðvitað er þetta bara mjög skemmtilegt.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir stórleik kvöldsins: Blanda af eftirvæntingu og pínu kvíða fyrir því óþekkta Alltaf eitthvað sem þú getur ekki undirbúið þig fyrir Í viðtali mínu við Robbie Keane, þjálfara Maccabi Tel Aviv, sagði hann að fyrir svona leiki væri aðeins hægt að undirbúa sig upp að vissu marki. Er það eitthvað sem þú getur tekið undir, eru þið að renna dálítið blint í sjóinn fyrir þennan leik? „Það er svo sem alveg rétt hjá Robbie að maður geti bara undirbúið sig upp að vissu marki. Við höfum fundið það í þessum einvígum sem við höfum spilað að seinni leikurinn gegn þeim liðum sem við höfum mætt er oftar en ekki auðveldari heldur en fyrri leikurinn vegna þess að þú jú rennur blint í sjóinn. Á upptökunum getur maður séð hversu hratt leikmenn hreyfa sig en maður áttar sig svo ekki hversu hratt þeir hreyfa sig þegar í raunveruleikann er komið.“ „Auðvitað eru alltaf uppi einhvern spurningarmerki fyrir svona leiki, það er alltaf eitthvað sem þú getur ekki undirbúið þig fyrir. Við vitum hins vegar að Maccabi Tel Aviv er gríðarlega öflugt lið, vitum að þeir eru með frábær einstaklingsgæði innan síns leikmannahóps. Síðan að Robbie Keane tók við stjórnartaumunum þarna hafa þeir ekki tapað leik og fóru í grunninn tiltölulega þægilega í gegnum undankeppnina.“ Sviðið stærra og meira undir Maccabi Tel Aviv sé lið sem er með mörg vopn í sínu búri. „Þetta er lið sem við tökum alvarlega og vitum að eiga okkar allra, allra besta leik til að eiga möguleika á því að fá eitthvað út úr þessu. En á sama tíma þurfum við að passa að þora vera við sjálfir, þora að spila boltanum og ekki hætta að gera þá hluti sem að komu okkur á þennan stað þó svo að nú sé sviðið stærra og meira undir. Við höfum einhverja hugmynd um það hversu öflug pressan þeirra er, hversu fljótir þeir eru að færa boltann á milli manna en vitum það ekki fyrir alvöru fyrr en við kynnumst því í leiknum.“ Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan tíu í kvöld að staðartíma en klukkan sjö heima á Íslandi. Þrátt fyrir að leikurinn fari svona seint af stað mun hitastigið í Tel Aviv standa í um 27 gráðum og að sama skapi verður rakastigið hátt. Eru þetta aðstæður sem eru að fara hafa áhrif? „Já, þetta er auðvitað gjörólíkt því sem við þekkjum heima á Íslandi en það er bara best að hugsa sem minnst um þessa þætti sem við getum ekki stjórnað. Við getum ekki stjórnað veðurfarslegum aðstæðum, getum ekki stjórnað því hvernig völlurinn er, höfum ekki stjórn á dómaranum. Það er fullt af hlutum sem við höfum ekki stjórn á en við höfum stjórn á frammistöðunni okkar, hvað við leggjum í leikinn, hversu tilbúnir og hungraðir við erum. Það er langbest fyrir okkur að einbeita okkur bara að því en það er alveg ljóst fyrir okkur að það að fara út og ætla hápressa þá í 90 mínútur við þessar aðstæður er ekki gerlegt. Við þurfum því að finna heilbrigt jafnvægi milli þess að þora að stíga hátt á þá og svo falla á réttum tímum, passa að vera ekki of ákafir.“ Verða vel stemmdir: Hungraðir og hugrakkir Óskar Hrafn minnist á hungur sinna leikmanna en í kjölfar tapleiks Breiðabliks gegn FH í Bestu deildinni um síðustu helgi, sem var þriðji tapleikur Blika í röð, sagði Óskar Hrafn að það virtist vera sem svo að það skorti upp á hungur og drifkrafti hjá sínum leikmönnum. Eru leikmenn alveg klárir í þetta verkefni núna? „Ég hélt að leikmennirnir mínir væru klárir á sunnudaginn síðastliðinn en svo var það ekki þannig og auðvitað er það þannig fyrir hvern einasta leik að maður trúir því að leikmenn séu klárir. Þetta eru strákar sem hafa staðið sig mjög vel í gegnum tíðina, eru gott lið og frábærir fótboltamenn. Ég hef alltaf sagt að maður geti ekki notað álag sem afsökun en menn eru núna búnir að spila 38 alvöru keppnisleiki á þessu tímabili þar sem mikið er undir. Þá þarf maður að sýna því meiri skilning að á einhverjum tímapunkti fyllist hausinn og andleg og líkamleg þreyta gerir vart um sig. Þá er bara oft erfitt koma sér af stað því þó hugurinn vilji það hreyfast lappirnar bara ekki. Auðvitað er það ömurlegt fyrir okkur að tapa tvisvar fyrir sama liðinu á okkar heimavelli, það fylgir því hörmungar tilfinning en kannski var það eitthvað svona sem við þurftum á að halda til að fatta að við værum í þessum ákveðnu vandamálum, þurfum að bregðast við þessu og viðurkenna stöðuna og ástandið á hópnum, ná einhvern veginn að keyra okkur aftur í gang og vinna í því að hjálpa mönnum sem eru kannski orðnir þreyttari en þeir eru vanir að vera á venjulegu tímabili. Ég held að menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir.“ Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv og færum ykkur allt það helsta þaðan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Ísrael Fótbolti Tengdar fréttir „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
„Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32