Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. Þá er sömuleiðis óljóst hve mikið varalið báðar fylkingar eiga en það skiptir sköpum fyrir framhaldið og gagnsókn Úkraínumanna. Eins og undanfarna mánuði eiga aðgerðir Úkraínumanna sér að mestu stað á þremur stöðum á víglínunni. Fyrsti staðurinn er suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði, þar sem markmiðið virðist vera að sækja fram að ströndum Asóvahafs og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Á undanförnum vikum hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri þar. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. Þar virðist lítið að frétta. Þriðji staðurinn er við Bakhmut í Dónetsk-héraði. Þar segjast Úkraínumenn hafa valdið Rússum miklum skaða á undanförnum dögum er þeir frelsuðu tvo bæi. pic.twitter.com/Sk7IYfFK2C— ISW (@TheStudyofWar) September 19, 2023 Segjast hafa umkringt þrjú stórfylki Úkraínumenn segjast hafa rofið varnarlínur Rússa suður af borginni Bakhmut í Dónetsk-héraði. Yfirmaður herafla Úkraínu á svæðinu segir hermenn sína hafa umkringt stóra fylkingu rússneskra hermanna á dögunum og fellt og handsamað fjölmarga þeirra. Rústir Klistjívka og Andrjívka, sem liggja suður af Bakhmut, voru frelsaðar af Úkraínumönnum á dögunum. Úkraínumenn segjast hafa valdið gífurlegum skaða á þremur stórfylkjum (Brigade) á svæðinu. Úkraínskir hermenn birtu á mánudaginn myndir af því þegar fáni Úkraínu var hengdur upp í Andrjívka. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war hefur eftir úkraínska herforingjanum Oleksandr Syrskyi að bæirnir hafi verið mikilvægir Rússum. Bæirnir eru sagðir sitja á hæðum og gera Úkraínumönnum kleift að skjóta á nærliggjandi þjóðveg, sem er mikilvægur birgðaflutningum Rússa. Þá hafa rússneskir herbloggarar kvartað yfir yfirburðum Úkraínumanna á svæðinu þegar kemur að stórskotaliði. Einn sagði nýverið að klasasprengjum rigndi yfir rússneska hermenn. Hlúð að særðum hermanni í Úkraínu.AP/Alex Babenko Moscow Times sagði frá því á dögunum að Andrei Kondrashkin, ofursti og yfirmaður 31. stórfylki fallhlífarhermanna Rússa, hafi fallið í átökunum suður af Bakhmut. Hann er að minnsta kosti annar yfirmaður herdeildarinnar sem fellur í innrásinni í Úkraínu. Sá fyrsti féll þegar 31. stórfylkið reyndi að hernema flugvöllinn í Hostomel, skammt frá Kænugarði, í upphafi innrásarinnar. Fallhlífarhermenn Rússlands eru flestir taldir vera bestu hermenn landsins. Moscow Times hefur eftir öðrum rússneskum miðli að Kondrashkin hefði einungis stýrt stórfylkinu í nokkra daga áður en hann féll í átökum við Úkraínumenn. This is related to the recent liberation of Andriivka and Kliishchiivka, and comes amidst reports by pro-Russian sources that Colonel Andrey Kondrashkin, commander of the Russian 31st Guards Air Assault Brigade, was killed. pic.twitter.com/CbpbpfCi3O— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 18, 2023 Reyna að víkka holuna í vörnum Rússa Í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn hafa lagt mestan þunga í gagnsókn sína, hafa þeir grafið nokkuð stóra holu í varnarlínu Rússa í sumar, án þess þó að hafa gert gat á hana. Miðað við gang þeirra að undanförnu virðist sem Úkraínumenn séu að reyna að víkka holuna, ef svo má að orði komast, og gætu þeir reynt að gera stærri sókn á næstunni. Með því að víkka holuna skapa Úkraínumenn sér leið til að reyna að sækja fram úr fleiri áttum og dreifa vörnum Rússa. #Ukraine: A Russian 2S1 Gvozdika 122mm self-propelled howitzer was destroyed by two Ukrainian FPV loitering munitions, presumably in #Donetsk Oblast.The first hit forced the crew to abandon the vehicle, with the second destroying it completely. pic.twitter.com/iXGlqouqIo— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 19, 2023 Á þessu svæði hafa Úkraínumenn að mestu treyst á sóknir tiltölulega fámennar sveitir hermanna sem sækja fram, akur fyrir akur. Það eru hermennirnir sagðir gera í skjóli stórskotaliðs en rússneskir hermenn á svæðinu hafa um nokkuð skeið kvartað yfir því að Úkraínumenn hafi þar töluverða yfirburði gegn stórskotaliði Rússa. Í upphafi reyndu Úkraínumenn að mynda stórar fylkingar hermann á skrið- og bryndrekum og brjóta sér þannig leið í gegnum varnir Rússa en það reyndist mjög erfitt og of kostnaðarsamt, þó vestrænir skrið- og bryndrekar hafi reynst úkraínskum hermönnum betur en sambærileg farartæki frá tímum Sovétríkjanna. Í greininni hér að ofan er haft eftir tveimur sérfræðingum um málefni rússneska hersins að rússneskir hermenn hafi reglulega barist fyrir framan sínu bestu varnarlínur. Þeir hafi byggt upp lagskiptar varnir en verji miklu púðri í að halda fremsta laginu. Það hafi gert Úkraínumönnum kleift að beita stórskotaliði gegn varnarlínum Rússa án mikilla áhyggja af því að Rússar svari skothríðinni. Rússar voru eru einnig sagðir hafa beitt kostnaðarsömum gagnárásum gegn Úkraínumönnum í Saporisjía. ISW segir að til þessara gagnárása þurfi agaða og vel þjálfaða hermenn. Á meðan minna þjálfaðar sveitir verjast sókn Úkraínumanna geri fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn gagnárásir. Sérfræðingar hugveitunnar segja útlit fyrir að þessar árásir hafi kostað þessar bestu sveitir Rússa verulegan mannafla, án þess þó að það hafi verið staðfest. Eins og áður segir ríkir mikil óvissa um mannfall meðal Úkraínumanna og Rússa í suðurhluta Úkraínu. Það eru ummerki um sprungur í vörnum Rússa en slík ummerki hafa þó oft verið sýnileg áður. Hæg framganga Úkraínumanna, sem má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla jarðsprengjusvæða, gerir Rússum þar að auki kleift að undirbúa nýjar varnir og safna liði á nýtt eftir hverja sókn. Úkraínskir hermenn draga fallinn hermann af víglínunni við Bakhmut.AP/Alex Babenko Fá brátt nýja skriðdreka Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær (þriðjudag) að bandarískir Abrams-skriðdrekar yrðu sendir til Úkraínu á næstunni. Þetta sagði hann á fundi bakhjarla Úkraínu í Þýskalandi þar sem um fimmtíu varnarmálaráðherrar og aðrir embættismenn komu saman í fimmtánda sinn. Bandaríkjamenn hafa heitið Úkraínumönnum 31 skriðdreka og hafa fregnir borist af því að von væri á minnst tíu þeirra í þessum mánuði. Með skriðdrekunum eiga Úkraínumenn að fá skot sem innihalda rýrt úran. Þau eru hönnuð til að fara í gegnum brynvarnir skrið- og bryndreka. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Bakhjarlar Úkraínu sögðu á fundinum að það mikilvægasta fyrir Úkraínumenn um þessar mundir væru auknar loftvarnir, stórskotaliðsvopn og skotfæri og skrið- og bryndrekar. Úkraínumenn hafa fengið tugi skriðdreka frá bakhjörlum sínum en samt bara um helminginn af þeim þrjú hundruð sem forsvarsmenn úkraínska hersins hafa sagt að þeir þurfi. Frá því innrás Rússa hófst er talið að Úkraínumenn hafi misst á sjö hundruð skriðdreka. Rússar eru sagðir hafa misst minnst 2.300 skriðdreka en þeir eru taldir geta framleitt um tvö hundruð nýja skriðdreka á ári. Yfirvöld í Danmörku tilkynntu í gær að Danir myndu senda þrjátíu skriðdreka af gerðinni Leopard 1 og fimmtán T-72 skriðdreka til Úkraínu. #Denmark will donate 45 tanks to #Ukraine, news agency Ritzau reported, citing the country's Defence Minister Troels Lund.The donation will consist of 30 #Leopard 1 tanks and 15 T-72 tanks. : AFP pic.twitter.com/ZNc0kntAjP— KyivPost (@KyivPost) September 19, 2023 Kóreuskaginn spilar stóra rullu í hergagnaframleiðslu Stríðinu í Úkraínu má líkja við óseðjandi skrímsli sem hámar í sig hergögn, skotfæri og auðvitað hermenn. Bakhjarlar Úkraínu hafa opnað vopnabúr sín að miklu leyti fyrir Úkraínumönnum og er víða unnið að því að auka framleiðslu á hergögnum og skotfærum, sérstaklega þegar kemur að stórskotaliðsvopnum og sprengikúlum, sem skipta sköpum í Úkraínu. Ríki Evrópu hafa um langt skeið vanrækt vopnabúr sín og framleiðslugetu og gengur erfiðlega að auka framleiðsluna þar sem grunninn vantar. Ríki Evrópu hafa meðal annars átt erfitt með að verða sér út um nauðsynleg hráefni til að auka framleiðslugetu á skotfærum og hergögnum. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Suður-Kórea virðist þó standa öðrum framar og dælir út stórskotaliðsvopnum og þá sérstaklega K9 Thunder. Það er stórskotaliðsvopn sem gengur fyrir eigin vélarafli og skýtur 155mm sprengikúlum. Það gerir áhöfnum vopnakerfisins kleift að skjóta nokkrum sprengikúlum að óvinum sínum og færa sig svo, áður en hægt er að svara skothríðinni. Yfirvöld Suður-Kóreu segjast ekki vilja senda Úkraínumönnum vopn með beinum hætti en hafa í miklu magni verið að senda þau til bakhjarla Úkraínu. Ríki Evrópu hafa verið að kaupa þessi vopn í massavís á undanförnum árum en framleiðendur þess, Hanwha Aerospace, eru að tvöfalda framleiðslugetu þeirra. Hér að neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um K9 Thunder stórskotaliðsvopnið. Í nýlegri frétt Wall Street Journal segir að vopnaframleiðsla í Suður-Kóreu hafi vaxið mjög á undanförnu og vopnasalan hafi rúmlega tvöfaldast á síðasta ári. Framleiðslugeta í Suður-Kóreu hefur alltaf verið töluverð þar sem ríkið hefur um áratugi staðið frammi fyrir mögulegri innrás úr norðri. Á níunda áratug síðustu aldar tóku ráðamenn þar markvissa ákvörðun um að byggja upp eigin hergagnaiðnað. Á sama tíma eru Rússar að leita til Norður-Kóreu eftir sprengikúlum fyrir stórskotalið og önnur hergögn, þar sem framleiðsla þeirra dugar ekki heldur fyrir notkun í Úkraínu. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ferðaðist nýverið til Rússlands og fundaði með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegt samstarf ríkjanna á ýmsum sviðum. Talið er að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið sem Rússar geta notað. Framleiðslugeta í Norður-Kóreu er einnig talinn töluverð. Staða Rússa á vopnasölumarkaði heimsins hefur þó versnað eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í nýlegri grein New York Times segir að árið 2021 hafi Rússar verið í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að umfangi vopnasölu í heiminum. Nú telji sérfræðingar að Frakkar hafi tekið fram úr þeim og Kínverjar muni gera það á næstunni. Auk þess að mest framleiðsla Rússa fari beint í rússneska herinn og til Úkraínu hafði pöntunum byrjað að fækka í aðdraganda innrásarinnar, sem hófst í febrúar 2022. Það er að einhverju leyti rakið til þess að bandarískir þingmenn samþykktu lög sem gerðu yfirvöldum þar kleift að beita ríki sem kaupa mikið af vopnum af Rússum viðskiptaþvingunum. Í nýrri skýrslu hugveitunnar Center for strategic & international studies segir að staða Rússa í vopnasölu muni líklega versna enn frekar á næstu árum og þá sérstaklega þegar kemur að hátæknivopnum eins og herþotum og loftvarnarkerfum. Líklega muni Rússar halda öflugri stöðu á markaði ódýrari vopnakerfa. Hótar árásum á innviði í Rússlandi Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að haldi Rússar því áfram nú í vetur, séu Úkraínumenn tilbúnir til að svara fyrir sig. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. Sjá einnig: Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Í viðtali við 60 minutes sagði Selenskí að úkraínskir drónar hefðu þegar valdið skemmdum í Rússlandi. Bæði í Moskvu og á herflugvöllum í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum sem þessum og forsetinn sagðist ekki hafa fyrirskipað þær. „Rússar þurfa að vita að hvaðan sem þeir ákveða að skjóta eldflaugum að Úkraínu, hafa Úkraínumenn rétt til að svara fyrir sig,“ sagði Selenskí. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið.“ Selenskí sagði einnig að heimurinn þyrfti að sameinast gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann myndi ekki staðnæmast við Úkraínu ef honum yrði gert kleift að sigra þar. Úkraínumenn gerðu í síðustu viku stýriflaugárás á höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Þar tókst meðal annars að valda miklum skemmdum á rússnesku herskipi og kafbát sem voru í slipp. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að tíu stýriflaugum hafi verið skotið að Sevastopol og að sjö þeirra hafi verið skotnar niður. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Myndir sem birtar hafa verið í kjölfarið sýna að kafbáturinn varð fyrir miklum skemmdum og er líklega ónýtur. Photos appeared that reportedly show the damage on the Russian Rostov-on-Don submarine caused by the Ukrainian attack on Sevastopol.It seems that repairs (which Russian ministry of defense claimed to be possible) won't help much.Glory to Ukrainian Heroes! Conflict pic.twitter.com/Bj5cKQWkut— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 18, 2023 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. 19. september 2023 09:34 Erlendir hjálparstarfsmenn létust í stórskotaliðsárás í Úkraínu Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. 10. september 2023 19:00 Breti fannst látinn bundinn á höndum í Úkraínu Breskur fyrrverandi hermaður fannst myrtur, með hendur bundnar á bak aftur, í Úkraínu í ágúst. Hann hafði gengið til liðs við her Úkraínumanna til aðstoðar gegn Rússum. 9. september 2023 21:07 Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. 8. september 2023 09:15 Segir málamiðlun ómögulega og að lokamarkmiðið sé tortíming Úkraínu Oleksii Reznikov, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur hvatt til samstöðu gegn Rússlandi til að bjarga heimsbyggðinni frá þriðju heimsstyrjöldinni. Hann segir lokamarkmið Rússa að útrýma Úkraínu. 8. september 2023 07:55 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Þá er sömuleiðis óljóst hve mikið varalið báðar fylkingar eiga en það skiptir sköpum fyrir framhaldið og gagnsókn Úkraínumanna. Eins og undanfarna mánuði eiga aðgerðir Úkraínumanna sér að mestu stað á þremur stöðum á víglínunni. Fyrsti staðurinn er suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði, þar sem markmiðið virðist vera að sækja fram að ströndum Asóvahafs og skera á birgðalínur Rússa til Krímskaga. Á undanförnum vikum hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri þar. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. Þar virðist lítið að frétta. Þriðji staðurinn er við Bakhmut í Dónetsk-héraði. Þar segjast Úkraínumenn hafa valdið Rússum miklum skaða á undanförnum dögum er þeir frelsuðu tvo bæi. pic.twitter.com/Sk7IYfFK2C— ISW (@TheStudyofWar) September 19, 2023 Segjast hafa umkringt þrjú stórfylki Úkraínumenn segjast hafa rofið varnarlínur Rússa suður af borginni Bakhmut í Dónetsk-héraði. Yfirmaður herafla Úkraínu á svæðinu segir hermenn sína hafa umkringt stóra fylkingu rússneskra hermanna á dögunum og fellt og handsamað fjölmarga þeirra. Rústir Klistjívka og Andrjívka, sem liggja suður af Bakhmut, voru frelsaðar af Úkraínumönnum á dögunum. Úkraínumenn segjast hafa valdið gífurlegum skaða á þremur stórfylkjum (Brigade) á svæðinu. Úkraínskir hermenn birtu á mánudaginn myndir af því þegar fáni Úkraínu var hengdur upp í Andrjívka. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war hefur eftir úkraínska herforingjanum Oleksandr Syrskyi að bæirnir hafi verið mikilvægir Rússum. Bæirnir eru sagðir sitja á hæðum og gera Úkraínumönnum kleift að skjóta á nærliggjandi þjóðveg, sem er mikilvægur birgðaflutningum Rússa. Þá hafa rússneskir herbloggarar kvartað yfir yfirburðum Úkraínumanna á svæðinu þegar kemur að stórskotaliði. Einn sagði nýverið að klasasprengjum rigndi yfir rússneska hermenn. Hlúð að særðum hermanni í Úkraínu.AP/Alex Babenko Moscow Times sagði frá því á dögunum að Andrei Kondrashkin, ofursti og yfirmaður 31. stórfylki fallhlífarhermanna Rússa, hafi fallið í átökunum suður af Bakhmut. Hann er að minnsta kosti annar yfirmaður herdeildarinnar sem fellur í innrásinni í Úkraínu. Sá fyrsti féll þegar 31. stórfylkið reyndi að hernema flugvöllinn í Hostomel, skammt frá Kænugarði, í upphafi innrásarinnar. Fallhlífarhermenn Rússlands eru flestir taldir vera bestu hermenn landsins. Moscow Times hefur eftir öðrum rússneskum miðli að Kondrashkin hefði einungis stýrt stórfylkinu í nokkra daga áður en hann féll í átökum við Úkraínumenn. This is related to the recent liberation of Andriivka and Kliishchiivka, and comes amidst reports by pro-Russian sources that Colonel Andrey Kondrashkin, commander of the Russian 31st Guards Air Assault Brigade, was killed. pic.twitter.com/CbpbpfCi3O— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 18, 2023 Reyna að víkka holuna í vörnum Rússa Í suðurhluta Úkraínu, þar sem Úkraínumenn hafa lagt mestan þunga í gagnsókn sína, hafa þeir grafið nokkuð stóra holu í varnarlínu Rússa í sumar, án þess þó að hafa gert gat á hana. Miðað við gang þeirra að undanförnu virðist sem Úkraínumenn séu að reyna að víkka holuna, ef svo má að orði komast, og gætu þeir reynt að gera stærri sókn á næstunni. Með því að víkka holuna skapa Úkraínumenn sér leið til að reyna að sækja fram úr fleiri áttum og dreifa vörnum Rússa. #Ukraine: A Russian 2S1 Gvozdika 122mm self-propelled howitzer was destroyed by two Ukrainian FPV loitering munitions, presumably in #Donetsk Oblast.The first hit forced the crew to abandon the vehicle, with the second destroying it completely. pic.twitter.com/iXGlqouqIo— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 19, 2023 Á þessu svæði hafa Úkraínumenn að mestu treyst á sóknir tiltölulega fámennar sveitir hermanna sem sækja fram, akur fyrir akur. Það eru hermennirnir sagðir gera í skjóli stórskotaliðs en rússneskir hermenn á svæðinu hafa um nokkuð skeið kvartað yfir því að Úkraínumenn hafi þar töluverða yfirburði gegn stórskotaliði Rússa. Í upphafi reyndu Úkraínumenn að mynda stórar fylkingar hermann á skrið- og bryndrekum og brjóta sér þannig leið í gegnum varnir Rússa en það reyndist mjög erfitt og of kostnaðarsamt, þó vestrænir skrið- og bryndrekar hafi reynst úkraínskum hermönnum betur en sambærileg farartæki frá tímum Sovétríkjanna. Í greininni hér að ofan er haft eftir tveimur sérfræðingum um málefni rússneska hersins að rússneskir hermenn hafi reglulega barist fyrir framan sínu bestu varnarlínur. Þeir hafi byggt upp lagskiptar varnir en verji miklu púðri í að halda fremsta laginu. Það hafi gert Úkraínumönnum kleift að beita stórskotaliði gegn varnarlínum Rússa án mikilla áhyggja af því að Rússar svari skothríðinni. Rússar voru eru einnig sagðir hafa beitt kostnaðarsömum gagnárásum gegn Úkraínumönnum í Saporisjía. ISW segir að til þessara gagnárása þurfi agaða og vel þjálfaða hermenn. Á meðan minna þjálfaðar sveitir verjast sókn Úkraínumanna geri fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn gagnárásir. Sérfræðingar hugveitunnar segja útlit fyrir að þessar árásir hafi kostað þessar bestu sveitir Rússa verulegan mannafla, án þess þó að það hafi verið staðfest. Eins og áður segir ríkir mikil óvissa um mannfall meðal Úkraínumanna og Rússa í suðurhluta Úkraínu. Það eru ummerki um sprungur í vörnum Rússa en slík ummerki hafa þó oft verið sýnileg áður. Hæg framganga Úkraínumanna, sem má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla jarðsprengjusvæða, gerir Rússum þar að auki kleift að undirbúa nýjar varnir og safna liði á nýtt eftir hverja sókn. Úkraínskir hermenn draga fallinn hermann af víglínunni við Bakhmut.AP/Alex Babenko Fá brátt nýja skriðdreka Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær (þriðjudag) að bandarískir Abrams-skriðdrekar yrðu sendir til Úkraínu á næstunni. Þetta sagði hann á fundi bakhjarla Úkraínu í Þýskalandi þar sem um fimmtíu varnarmálaráðherrar og aðrir embættismenn komu saman í fimmtánda sinn. Bandaríkjamenn hafa heitið Úkraínumönnum 31 skriðdreka og hafa fregnir borist af því að von væri á minnst tíu þeirra í þessum mánuði. Með skriðdrekunum eiga Úkraínumenn að fá skot sem innihalda rýrt úran. Þau eru hönnuð til að fara í gegnum brynvarnir skrið- og bryndreka. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Bakhjarlar Úkraínu sögðu á fundinum að það mikilvægasta fyrir Úkraínumenn um þessar mundir væru auknar loftvarnir, stórskotaliðsvopn og skotfæri og skrið- og bryndrekar. Úkraínumenn hafa fengið tugi skriðdreka frá bakhjörlum sínum en samt bara um helminginn af þeim þrjú hundruð sem forsvarsmenn úkraínska hersins hafa sagt að þeir þurfi. Frá því innrás Rússa hófst er talið að Úkraínumenn hafi misst á sjö hundruð skriðdreka. Rússar eru sagðir hafa misst minnst 2.300 skriðdreka en þeir eru taldir geta framleitt um tvö hundruð nýja skriðdreka á ári. Yfirvöld í Danmörku tilkynntu í gær að Danir myndu senda þrjátíu skriðdreka af gerðinni Leopard 1 og fimmtán T-72 skriðdreka til Úkraínu. #Denmark will donate 45 tanks to #Ukraine, news agency Ritzau reported, citing the country's Defence Minister Troels Lund.The donation will consist of 30 #Leopard 1 tanks and 15 T-72 tanks. : AFP pic.twitter.com/ZNc0kntAjP— KyivPost (@KyivPost) September 19, 2023 Kóreuskaginn spilar stóra rullu í hergagnaframleiðslu Stríðinu í Úkraínu má líkja við óseðjandi skrímsli sem hámar í sig hergögn, skotfæri og auðvitað hermenn. Bakhjarlar Úkraínu hafa opnað vopnabúr sín að miklu leyti fyrir Úkraínumönnum og er víða unnið að því að auka framleiðslu á hergögnum og skotfærum, sérstaklega þegar kemur að stórskotaliðsvopnum og sprengikúlum, sem skipta sköpum í Úkraínu. Ríki Evrópu hafa um langt skeið vanrækt vopnabúr sín og framleiðslugetu og gengur erfiðlega að auka framleiðsluna þar sem grunninn vantar. Ríki Evrópu hafa meðal annars átt erfitt með að verða sér út um nauðsynleg hráefni til að auka framleiðslugetu á skotfærum og hergögnum. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Suður-Kórea virðist þó standa öðrum framar og dælir út stórskotaliðsvopnum og þá sérstaklega K9 Thunder. Það er stórskotaliðsvopn sem gengur fyrir eigin vélarafli og skýtur 155mm sprengikúlum. Það gerir áhöfnum vopnakerfisins kleift að skjóta nokkrum sprengikúlum að óvinum sínum og færa sig svo, áður en hægt er að svara skothríðinni. Yfirvöld Suður-Kóreu segjast ekki vilja senda Úkraínumönnum vopn með beinum hætti en hafa í miklu magni verið að senda þau til bakhjarla Úkraínu. Ríki Evrópu hafa verið að kaupa þessi vopn í massavís á undanförnum árum en framleiðendur þess, Hanwha Aerospace, eru að tvöfalda framleiðslugetu þeirra. Hér að neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um K9 Thunder stórskotaliðsvopnið. Í nýlegri frétt Wall Street Journal segir að vopnaframleiðsla í Suður-Kóreu hafi vaxið mjög á undanförnu og vopnasalan hafi rúmlega tvöfaldast á síðasta ári. Framleiðslugeta í Suður-Kóreu hefur alltaf verið töluverð þar sem ríkið hefur um áratugi staðið frammi fyrir mögulegri innrás úr norðri. Á níunda áratug síðustu aldar tóku ráðamenn þar markvissa ákvörðun um að byggja upp eigin hergagnaiðnað. Á sama tíma eru Rússar að leita til Norður-Kóreu eftir sprengikúlum fyrir stórskotalið og önnur hergögn, þar sem framleiðsla þeirra dugar ekki heldur fyrir notkun í Úkraínu. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ferðaðist nýverið til Rússlands og fundaði með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegt samstarf ríkjanna á ýmsum sviðum. Talið er að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið sem Rússar geta notað. Framleiðslugeta í Norður-Kóreu er einnig talinn töluverð. Staða Rússa á vopnasölumarkaði heimsins hefur þó versnað eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í nýlegri grein New York Times segir að árið 2021 hafi Rússar verið í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum þegar kemur að umfangi vopnasölu í heiminum. Nú telji sérfræðingar að Frakkar hafi tekið fram úr þeim og Kínverjar muni gera það á næstunni. Auk þess að mest framleiðsla Rússa fari beint í rússneska herinn og til Úkraínu hafði pöntunum byrjað að fækka í aðdraganda innrásarinnar, sem hófst í febrúar 2022. Það er að einhverju leyti rakið til þess að bandarískir þingmenn samþykktu lög sem gerðu yfirvöldum þar kleift að beita ríki sem kaupa mikið af vopnum af Rússum viðskiptaþvingunum. Í nýrri skýrslu hugveitunnar Center for strategic & international studies segir að staða Rússa í vopnasölu muni líklega versna enn frekar á næstu árum og þá sérstaklega þegar kemur að hátæknivopnum eins og herþotum og loftvarnarkerfum. Líklega muni Rússar halda öflugri stöðu á markaði ódýrari vopnakerfa. Hótar árásum á innviði í Rússlandi Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að haldi Rússar því áfram nú í vetur, séu Úkraínumenn tilbúnir til að svara fyrir sig. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. Sjá einnig: Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Í viðtali við 60 minutes sagði Selenskí að úkraínskir drónar hefðu þegar valdið skemmdum í Rússlandi. Bæði í Moskvu og á herflugvöllum í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum sem þessum og forsetinn sagðist ekki hafa fyrirskipað þær. „Rússar þurfa að vita að hvaðan sem þeir ákveða að skjóta eldflaugum að Úkraínu, hafa Úkraínumenn rétt til að svara fyrir sig,“ sagði Selenskí. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið.“ Selenskí sagði einnig að heimurinn þyrfti að sameinast gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann myndi ekki staðnæmast við Úkraínu ef honum yrði gert kleift að sigra þar. Úkraínumenn gerðu í síðustu viku stýriflaugárás á höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Þar tókst meðal annars að valda miklum skemmdum á rússnesku herskipi og kafbát sem voru í slipp. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að tíu stýriflaugum hafi verið skotið að Sevastopol og að sjö þeirra hafi verið skotnar niður. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Myndir sem birtar hafa verið í kjölfarið sýna að kafbáturinn varð fyrir miklum skemmdum og er líklega ónýtur. Photos appeared that reportedly show the damage on the Russian Rostov-on-Don submarine caused by the Ukrainian attack on Sevastopol.It seems that repairs (which Russian ministry of defense claimed to be possible) won't help much.Glory to Ukrainian Heroes! Conflict pic.twitter.com/Bj5cKQWkut— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) September 18, 2023
Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. 19. september 2023 09:34
Erlendir hjálparstarfsmenn létust í stórskotaliðsárás í Úkraínu Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. 10. september 2023 19:00
Breti fannst látinn bundinn á höndum í Úkraínu Breskur fyrrverandi hermaður fannst myrtur, með hendur bundnar á bak aftur, í Úkraínu í ágúst. Hann hafði gengið til liðs við her Úkraínumanna til aðstoðar gegn Rússum. 9. september 2023 21:07
Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. 8. september 2023 09:15
Segir málamiðlun ómögulega og að lokamarkmiðið sé tortíming Úkraínu Oleksii Reznikov, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur hvatt til samstöðu gegn Rússlandi til að bjarga heimsbyggðinni frá þriðju heimsstyrjöldinni. Hann segir lokamarkmið Rússa að útrýma Úkraínu. 8. september 2023 07:55