Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 19. september 2023 12:31 Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Félagsmál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun