„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 11:31 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Hulda Margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024. ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira