Erlent

YouTu­be lokar á aug­lýsingar hjá Rus­sell Brand

Atli Ísleifsson skrifar
Russell Brand neitar ásökunum kvennanna.
Russell Brand neitar ásökunum kvennanna. AP

YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube.

Talsmaður YouTube segir að ákvörðun hafi verið tekin um að stöðva auglýsingarnar og þar með loka á tekjustreymi Brand í gegnum vefsíðuna.

„Ef hegðun skapara efnis á YouTube utan síðunnar skaðar notendur YouTube, starfsmenn eða vistkerfið, þá bregðumst við við til að vernda samfélagið,“ segir í yfirlýsingunni frá YouTube. Reikningar Brand verða þó áfram opnir.

Lögreglunni í London hefur nú borist kæra frá konu vegna meintrar kynferðlislegrar árásar Brand árið 2003. 

Um helgina greindu nokkrir breskir fjölmiðlar frá ásökunum nokkurra kvenna um nauðganir og kynferðislegar árásir Brand á árunum 2006 til 2013, þegar frægðarsól hans stóð sem hæst. Brand sjálfur neitar öllum ásökunum.

Hinn 48 ára Brand var mjög vinsæll grínisti og leikari á árunum áður en á síðari árum hefur hann snúð sér að sköpun efnis þar sem hann ræðir andleg málefni, stjórnmál, heilsu og á síðustu misserum, geimverur. 

Brand starfrækir nokkra reikninga á YouTube þar sem sá stærsti er með sex milljónir fylgjenda.


Tengdar fréttir

Russell Brand kærður til lögreglu

Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013.

Sjón­varps­stöðvar rann­saka hegðun Rus­sell Brand

Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×