Að stemma af bókhald Tinna Traustadóttir skrifar 18. september 2023 08:30 Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Upprunaábyrgð raforku er staðfesting á því að raforkan hafi verið unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er allt og sumt og óþarfi að flækja umræðuna. Þetta felst í heitinu, þarna er á ferðinni vottorð sem ábyrgist uppruna raforkunnar og ekkert annað. Íslenskir framleiðendur raforku, þar á meðal Landsvirkjun, taka þátt í hinu evrópska kerfi upprunaábyrgða. Þrjátíu ríki eiga aðild að kerfinu sem byggir á því að allir sem nota raforku, hvar svo sem þeir eru staddir innan Evrópu, geti stutt við vinnslu endurnýjanlegrar orku með því að kaupa upprunaábyrgðir. Enginn er skyldaður til þess, hver og einn ræður hvort hann kaupir, hversu mikið og hvenær. Tökum dæmi: Fyrirtæki á Spáni á þess ekki kost að kaupa raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hún er einfaldlega ekki í boði á starfssvæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess vilja hins vegar styðja baráttuna gegn loftslagsvánni og ákveða því að kaupa upprunaábyrgð frá raforkuframleiðanda sem stundar græna orkuvinnslu. Til dæmis framleiðanda í Noregi. Eða frá Landsvirkjun á Íslandi. Þannig nær fyrirtækið að styðja við græna orkuvinnslu og sá stuðningur hvetur aðra orkuframleiðendur til að vinna sína orku með grænum hætti, enda sjá þeir fram á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína, verði hún græn. Innstungur skipta engu Auðvitað þýðir þetta ekki að rafmagn sem unnið er með grænum hætti í Noregi eða á Íslandi skili sér allt í einu í innstungurnar hjá spánska fyrirtækinu. Ekki frekar en heimili í Reykjavík sem ákveður að skipta við Orkubú Vestfjarða getur gengið að því vísu að straumurinn liggi beinlínis þaðan. Kerfið er ekki til þess gert. Þetta er bókhaldskerfi, sem hyglir þeim fyrirtækjum sem framleiða græna orku. Þau fá hærra verð fyrir framleiðslu sína. Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, fær milljörðum króna meira í kassann á ári hverju. Þeir milljarðar auðvelda næstu skref í grænni orkuvinnslu og bættur hagur Landsvirkjunar skilar sér til þjóðarinnar í arðgreiðslum. Arðgreiðsla Landsvirkjunar í ríkissjóð fyrir síðasta ár nam 20 milljörðum króna. Af því að þetta kerfi snýst um bókhald en ekki um afhendingu raforku þá þarf að tryggja að bókhaldið sé réttilega fært. Önnur orkuvinnsla færist í kredit-dálkinn, til dæmis kolaorkan sem fyrirtækið á Spáni notaði í raun, af því að það átti ekki kost á öðru. Eða kjarnorkan sem systurfyrirtæki þess í Þýskalandi varð að nota. Þetta er bókhald. Við vitum öll að hér á landi notum við hvorki kol né kjarnorku. En bókhaldið verður að stemma. Flóknara er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar