Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2023 13:30 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er mjög ánægð með að varðskipið Freyja sé með sína heimahöfn á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík. Það var laugardaginn 6. nóvember 2021, sem varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam og því eru að verða tvö ár liðin frá þessum sögulega viðburði. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er með skrifstofu sína á Siglufirði segir frábært að hafa Freyju á staðnum og að varðskipið veki alltaf mikla athygli ferðamanna í sinni heimahöfn á Siglufirði. „Og við vorum ákaflega glöð þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna ákvað að Freyja skildi hafa heimahöfn hér á Siglufirði og höfum tekið því fagnandi og búið til góða aðstöðu fyrir hana hérna. Og það er stefnt að því að áhöfnin verði að mestu héðan að norðan þannig að það gengur ágætlega að uppfylla það en það er lögbundið að það skuli vera átján manna áhöfn á varðskipum svo við viljum hafa eitt svona Norðanvarðskip og annað Sunnanvarðskip til að gæta öryggi landsins og við höfum átt sérstaklega gott samstarf við Landhelgisgæsluna,“ segir Sigríður. Varðskipið vekur alltaf mikla athygli á Siglufirði, ekki síst ferðamanna, sem heimsækja bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður segir að heimahöfn skipsins á Siglufirði hafi mjög mikla þýðingu. „Já, þetta hefur bara mjög mikið að segja, bæði út frá öryggissjónarmiði sem og líka að bjargir landsins og öryggissjónarmið sé ekki bara í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Fjallabyggð Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Það var laugardaginn 6. nóvember 2021, sem varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam og því eru að verða tvö ár liðin frá þessum sögulega viðburði. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem er með skrifstofu sína á Siglufirði segir frábært að hafa Freyju á staðnum og að varðskipið veki alltaf mikla athygli ferðamanna í sinni heimahöfn á Siglufirði. „Og við vorum ákaflega glöð þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna ákvað að Freyja skildi hafa heimahöfn hér á Siglufirði og höfum tekið því fagnandi og búið til góða aðstöðu fyrir hana hérna. Og það er stefnt að því að áhöfnin verði að mestu héðan að norðan þannig að það gengur ágætlega að uppfylla það en það er lögbundið að það skuli vera átján manna áhöfn á varðskipum svo við viljum hafa eitt svona Norðanvarðskip og annað Sunnanvarðskip til að gæta öryggi landsins og við höfum átt sérstaklega gott samstarf við Landhelgisgæsluna,“ segir Sigríður. Varðskipið vekur alltaf mikla athygli á Siglufirði, ekki síst ferðamanna, sem heimsækja bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigríður segir að heimahöfn skipsins á Siglufirði hafi mjög mikla þýðingu. „Já, þetta hefur bara mjög mikið að segja, bæði út frá öryggissjónarmiði sem og líka að bjargir landsins og öryggissjónarmið sé ekki bara í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“
Fjallabyggð Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira