Líður eins og hún hafi verið notuð af Háskóla Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 20:58 Lára Þorsteinsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir því að aukið við sé námsframboð fyrir fatlaða í Háskóla Íslands. Hún segir Háskóla Íslands ekki viðurkenna einingar hennar fyrir áfanga sem hún náði. Facebook Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans. Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira