Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 13:11 Krista afhendir Ásmundi Einari hér undirskriftalistann. Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01