Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 07:46 Mikill fjöldi er við leit í Derna en alþjóðleg teymi virðast, samkvæmt erlendum miðlum, ekki partur af leitinni. Mikill fjöldi er talinn fastur undir rústum enn þó margir hafi horfið líka horfið með flóðunum út í haf þegar stíflurnar brustu. Vísir/EPA Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56