ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. september 2023 00:02 TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. AP Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun. TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun.
TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09
ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53