Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-0 | Valur sótti þrjú stig Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:55 Valur sótti þrjú stig í kvöld. Vísir/Diego Valur tók á móti Stjörnunni í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir að deildinni var tvískipt en fyrir leikinn var Valur í öðru sæti með 45 stig á meðan Stjarnan var í því fjórða með 34 stig. Svo fór að Valur vann góðan 2-0 sigur á gestunum úr Garðabæ og styrkja því stöðu sína í öðru sætinu. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur í kvöld og komst nokkrum sinnum í fínar stöður í upphafi leiks. Guðmundur Kristjánsson var næstum búinn að koma gestunum yfir snemma leiks þegar skot hans fór rétt framhjá. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni Vals og Sveinn Sigurður því farinn í hitt hornið og þakkaði væntanlega fyrir að sjá boltann leka fram hjá. En Valur vann sig hægt og rólega inn í leikinn og voru um miðbik hálfleiksins orðið sterkari aðilinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson komst í sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni rataði beint fyrir lappir Tryggva en honum brást bogalistin og hitt ekki boltann almennilega af stuttu færi. Það var svo á 43. mínútu, markamínútunni miklu, sem fyrra markið leit dagsins ljós. Þar var að verkum Birkir Heimisson eftir góða sókna Vals. Patrick Pedersen fékk þá boltann inn á teignum og reyndi að renna honum fyrir markið. Boltinn fór hins vegar af Sindra Þór Ingimarssyni og þaðan rúllaði hann út úr teignum og beint fyrir lappir Birkis sem klíndi honum viðstöðulaust í bláhornið. Frábær afgreiðsla og heimamenn fór því til búningsherbergja með 1-0 forystu. Þegar um 10. mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vildu Valsmenn fá víti þegar boltinn fór í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs eftir að Birkir Már Sævarsson reyndi að gefa fyrir. Þegar á leið þá á hálfleikinn sótti Stjarnan ansi stíft á meðan Valur lá þétt til baka og reyndi að þrauka þetta út. Nokkrum sinnum komust Stjörnumenn í vænlegar stöður og fengu tvö ágætis færi til að jafna leikinn. Emil Atlason fékk fínt færi eftir að Sveinn Sigurður markvörður Vals missti fyrirgjöf frá sér en Emil náði ekki að koma boltanum á markið úr þröngu færi. Örvar Logi fékk svo dauðafæri þegar fyrirgjöf Heiðars Ægissonar rataði yfir alla vörn Vals og beint fyrir Örvar sem var því miður fyrir hann alltof lengi að athafna sig því náðu Valsmenn að verjast því. Það dró svo til tíðinda á lokamínútu uppbótatímans þegar Hlynur Freyr Karlsson vann boltann á miðjum vellinum og brunaði í sókn gegn fáliðuðum Stjörnumönnum. Hlynur gaf boltann á Trygga Hrafn sem gaf aftur á Hlyn sem lagði boltann þægilega fram hjá Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Meira gerðist ekki í leiknum því Ívar Orri, dómari leiksins, flautaði af strax eftir þetta mark og því 2-0 sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur nýtti sín færi á meðan Stjarnan gerði það ekki. Það verður seint sagt að Valur hafi verið betri aðili leiksins í dag en þeir fara með 3 stigin úr þessari viðureign og eru væntanlega bara sáttir við það. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson var frábær í dag. Skoraði glæsilegt mark og lokaði svæðunum sínum mjög vel í dag. Hlynur Freyr Karlsson og Hólmar Örn Eyjólfsson voru svo frábærir í hjarta varnarinnar hjá Val. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn vel en gáfu svo frumkvæðið frá sér með óskynsamlegum ákvörðunum. Valur nýtti sér það á meðan Stjarnan náði ekki að nýta sín færi. Hvað gerist næst? Bæði lið leik næsta á sunnudaginn eftir viku klukkan 14:00. Stjarnan fer í Kaplakrika og mætir FH á meðan Valur fer vestur í bæ og leikur við KR. Við erum allir svekktir yfir því hvernig þetta fór Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego Jökull Elísabetarson var að vonum svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir leik. „Þetta er bara svekkjandi. Við erum allir svekktir yfir því hvernig þetta fór, það var samt margt mjög gott í þessum leik en samt ekki neitt meira en það.“ Jökull segir að hann telji að liðið hafi kastað stjórninni frá sér eftir að hafa byrjað leikinn mjög vel. „Mér fannst við meira kasta stjórninni frá okkur frekar en að þeir hafi tekið yfir. Við fórum of mikið í að negla boltanum fram og ætla að taka skyndisóknir frá Árna. Þá verður þetta fram og til baka og myndast mikið pláss, þeir ná að spila og við erum ekki í stöðum. Fyrstu 15-20 mínúturnar voru algjörlega frábærar þar sem við sýndum ótrúlega yfirburði en svo eins og ég nefndi fyrir leik þá eru þeir með góða skotmenn og eru bara almennt góðir. Þeir nýttu sitt í dag og við nýttum ekki okkar. Við munum skoða þennan leik. Sóknin og þar sem við spilum vel reynum við að byggja ofan á það. Við hefðum getað verið betri varnarlega og okkur hefði geta liðið betur þar, það er næsta skref hjá okkur. Það verður af nógu að taka.“ Stjarnan sótti stíft undir lokin og lagaðist sóknarleikur liðsins mikið eftir skiptingar. Jökull segir að leikmennirnir eiga sitt skilið líka og telur liðið hafa staðið sig vel síðasta hálftímann eða svo. „Ég held að strákarnir eigi nú líka mikið kredit þar. Það er eðlilegt þegar annað liðið er að sækja mark og er undir þá gerist þetta oft, þeir falla aftar og svona. Við gerðum vel og sköpuðum ótrúlega góð færi sem er ekkert sjálfsagt þegar öflugt lið leggst á teiginn og pakkar þar. Þannig að það er vel gert hjá okkur. Við reynum bara að njóta núna og förum svo að undir búa okkur gegn KR næsta sunnudag.“ Besta deild karla Valur Stjarnan
Valur tók á móti Stjörnunni í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir að deildinni var tvískipt en fyrir leikinn var Valur í öðru sæti með 45 stig á meðan Stjarnan var í því fjórða með 34 stig. Svo fór að Valur vann góðan 2-0 sigur á gestunum úr Garðabæ og styrkja því stöðu sína í öðru sætinu. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur í kvöld og komst nokkrum sinnum í fínar stöður í upphafi leiks. Guðmundur Kristjánsson var næstum búinn að koma gestunum yfir snemma leiks þegar skot hans fór rétt framhjá. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni Vals og Sveinn Sigurður því farinn í hitt hornið og þakkaði væntanlega fyrir að sjá boltann leka fram hjá. En Valur vann sig hægt og rólega inn í leikinn og voru um miðbik hálfleiksins orðið sterkari aðilinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson komst í sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni rataði beint fyrir lappir Tryggva en honum brást bogalistin og hitt ekki boltann almennilega af stuttu færi. Það var svo á 43. mínútu, markamínútunni miklu, sem fyrra markið leit dagsins ljós. Þar var að verkum Birkir Heimisson eftir góða sókna Vals. Patrick Pedersen fékk þá boltann inn á teignum og reyndi að renna honum fyrir markið. Boltinn fór hins vegar af Sindra Þór Ingimarssyni og þaðan rúllaði hann út úr teignum og beint fyrir lappir Birkis sem klíndi honum viðstöðulaust í bláhornið. Frábær afgreiðsla og heimamenn fór því til búningsherbergja með 1-0 forystu. Þegar um 10. mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vildu Valsmenn fá víti þegar boltinn fór í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs eftir að Birkir Már Sævarsson reyndi að gefa fyrir. Þegar á leið þá á hálfleikinn sótti Stjarnan ansi stíft á meðan Valur lá þétt til baka og reyndi að þrauka þetta út. Nokkrum sinnum komust Stjörnumenn í vænlegar stöður og fengu tvö ágætis færi til að jafna leikinn. Emil Atlason fékk fínt færi eftir að Sveinn Sigurður markvörður Vals missti fyrirgjöf frá sér en Emil náði ekki að koma boltanum á markið úr þröngu færi. Örvar Logi fékk svo dauðafæri þegar fyrirgjöf Heiðars Ægissonar rataði yfir alla vörn Vals og beint fyrir Örvar sem var því miður fyrir hann alltof lengi að athafna sig því náðu Valsmenn að verjast því. Það dró svo til tíðinda á lokamínútu uppbótatímans þegar Hlynur Freyr Karlsson vann boltann á miðjum vellinum og brunaði í sókn gegn fáliðuðum Stjörnumönnum. Hlynur gaf boltann á Trygga Hrafn sem gaf aftur á Hlyn sem lagði boltann þægilega fram hjá Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Meira gerðist ekki í leiknum því Ívar Orri, dómari leiksins, flautaði af strax eftir þetta mark og því 2-0 sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur nýtti sín færi á meðan Stjarnan gerði það ekki. Það verður seint sagt að Valur hafi verið betri aðili leiksins í dag en þeir fara með 3 stigin úr þessari viðureign og eru væntanlega bara sáttir við það. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson var frábær í dag. Skoraði glæsilegt mark og lokaði svæðunum sínum mjög vel í dag. Hlynur Freyr Karlsson og Hólmar Örn Eyjólfsson voru svo frábærir í hjarta varnarinnar hjá Val. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn vel en gáfu svo frumkvæðið frá sér með óskynsamlegum ákvörðunum. Valur nýtti sér það á meðan Stjarnan náði ekki að nýta sín færi. Hvað gerist næst? Bæði lið leik næsta á sunnudaginn eftir viku klukkan 14:00. Stjarnan fer í Kaplakrika og mætir FH á meðan Valur fer vestur í bæ og leikur við KR. Við erum allir svekktir yfir því hvernig þetta fór Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego Jökull Elísabetarson var að vonum svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir leik. „Þetta er bara svekkjandi. Við erum allir svekktir yfir því hvernig þetta fór, það var samt margt mjög gott í þessum leik en samt ekki neitt meira en það.“ Jökull segir að hann telji að liðið hafi kastað stjórninni frá sér eftir að hafa byrjað leikinn mjög vel. „Mér fannst við meira kasta stjórninni frá okkur frekar en að þeir hafi tekið yfir. Við fórum of mikið í að negla boltanum fram og ætla að taka skyndisóknir frá Árna. Þá verður þetta fram og til baka og myndast mikið pláss, þeir ná að spila og við erum ekki í stöðum. Fyrstu 15-20 mínúturnar voru algjörlega frábærar þar sem við sýndum ótrúlega yfirburði en svo eins og ég nefndi fyrir leik þá eru þeir með góða skotmenn og eru bara almennt góðir. Þeir nýttu sitt í dag og við nýttum ekki okkar. Við munum skoða þennan leik. Sóknin og þar sem við spilum vel reynum við að byggja ofan á það. Við hefðum getað verið betri varnarlega og okkur hefði geta liðið betur þar, það er næsta skref hjá okkur. Það verður af nógu að taka.“ Stjarnan sótti stíft undir lokin og lagaðist sóknarleikur liðsins mikið eftir skiptingar. Jökull segir að leikmennirnir eiga sitt skilið líka og telur liðið hafa staðið sig vel síðasta hálftímann eða svo. „Ég held að strákarnir eigi nú líka mikið kredit þar. Það er eðlilegt þegar annað liðið er að sækja mark og er undir þá gerist þetta oft, þeir falla aftar og svona. Við gerðum vel og sköpuðum ótrúlega góð færi sem er ekkert sjálfsagt þegar öflugt lið leggst á teiginn og pakkar þar. Þannig að það er vel gert hjá okkur. Við reynum bara að njóta núna og förum svo að undir búa okkur gegn KR næsta sunnudag.“