Handbolti

Titil­vörn Ís­lendinga­liðsins hófst á tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í kvöld. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images

Evrópumeistarar Magdeburg máttu þola fimm marka tap er liðið tók á móti Telekom Veszprém í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 28-33.

Eftir jafnar upphafsmínútur náðu gestirnir frá Ungverjalandi forystunni og leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Veszprém náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og sá var munurinn þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 18-21.

Heimamenn í Magdeburg byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu þrjú af fyrstu fjórum mörkunum eftir hlé. Liðið var þar með búið að minnka muninn niður í eitt mark, en gestirnir sigu fram úr á ný og náðu upp sex marka forskoti í stöðunni 22-28.

Það bil náðu heimamenn aldrei að brúa og niðurstaðan varð fimm marka sigur Veszprém, 28-33, og titilvörn Magdeburg hefst því á tapi.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í kvöld og Janus Daði Smárason skoraði eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×