„Stjúpmömmuhlutverkið er eitt vanmetnasta hlutverk sem til er“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2023 20:00 Margar stjúpmæður upplifa óöryggi í daglegu lífi sem birtist einna helst í samskiptum og óvissu um hlutverk sitt. Getty „Maður er alltaf til hliðar en samt er maður að ala upp einstaklinginn sem sitt eigið barn. Sem stjúpmóðir hef ég ekkert að segja. Maður er einhvern veginn svona helgarpössunarpía,“ segir íslensk stjúpmóðir. Algengt er að stjúpmæður upplifi hlutverk sitt erfitt og krefjandi. Reynsla þeirra litast mikið af flóknum samskiptum við stjúpfjölskylduna og þá aðila sem stjúpfjölskyldunni tengjast. Helstu áskoranir stjúpmæðranna eru brostnar væntingar, valdaójafnvægi og að hafa litla stjórn og lítið vald. Margar stjúpmæður upplifa óöryggi í daglegu lífi sem birtist einna helst í samskiptum og óvissu um hlutverk sitt. Mikil þörf er á foreldrafræðslu og stuðningi fyrir stjúpmæður en þörfin liggur helst í að fá fræðslu og stuðning til góðra samskipta og aðstoð við að takast á við flóknar aðstæður og tilfinningar sem upp koma í daglegu lífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Karenar Maríu Magnúsdóttur til MA-prófs í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við Háskóla Íslands síðastliðið vor, en í tengslum við rannsóknina ræddi Karen við átta íslenskar íslenskar konur sem allar eiga það sameignlegt að vera eða hafa verið á aldrinum 20 til 30 ára með stjúpbörn á aldrinum núll til fimm ára. Stjúpmæðurnar áttu ýmist sjálfar börn úr fyrri samböndum eða ekki og bjuggu ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Rannsóknir af skornum skammti „Það sem vakti upphaflega áhuga minn á að taka þetta málefni fyrir var persónuleg reynsla mín af stjúpmóðurhlutverkinu. Þegar ég fór að skoða málefnið frekar tók ég eftir að rannsóknir um stjúpmæður voru af skornum skammti sem kveikti enn meiri áhuga hjá mér á að taka málefnið fyrir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen segir það hafa staðið upp úr í niðurstöðum ritgerðarinnar hversu metnaðarfullar og áhugasamar stjúpmæðurnar voru í að standa sig vel í sínu hlutverki.Aðsend Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu algengt það virðist vera hjá stjúpmæðrum að upplifa óöryggi í hlutverki sínu. „Það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa fræðslu og stuðning fyrir þennan hóp, þær viti hvert þær geti leitað og fengið stuðning þegar upp koma aðstæður sem þær eru óöruggar um hvernig eigi að takast á við.“ Karen segir það hafa staðið upp úr í niðurstöðum ritgerðarinnar hversu metnaðarfullar og áhugasamar stjúpmæðurnar voru í að standa sig vel í sínu hlutverki. „Rannsóknin sýnir að stjúpmóðurhlutverkið er alls ekki auðvelt og það var ýmislegt í hlutverki stjúpmæðranna sem gat reynst þeim krefjandi. Þess vegna stóð svo mikið uppúr hversu viljugar stjúpmæðurnar voru í að reyna láta stjúpfjölskyldulífið og allt því tengdu ganga vel.“ Vildi ekki vera leiðinleg eða afskiptasöm Stjúpmæðurnar sem rætt var við töluðu um ýmsar væntingar sem þær höfðu í upphafi þegar þær urðu stjúpmæður fyrst. Ein úr hópnum sagði frá óraunhæfum væntingum sem hún hafði til þess hvernig aðilar í fjölskyldunni myndu taka hver öðrum: „Ég hélt bara að þetta yrði alltaf ógeðslega gaman og við yrðum bara ógeðslega mikil fjölskylda. Það væri bara alltaf líf og fjör á heimilinu og allir elskuðu hvern annan skilyrðislaust og þau yrðu bara ógeðslega skemmtileg systkini strax. Ég hélt bara að þau vandamál sem myndu koma upp myndu ekkert koma. Ég hélt að ég þyrfti ekki að hafa neitt fyrir þessu.“ Einnig kemur fram að stjúpmæðurnar höfðu væntingar til sambands síns við stjúpbarnið. Það var þeim mikilvægt að stjúpbarnið tæki þeim vel og samband þeirra væri gott. „Það eina sem skipti mig máli var bara að stjúpsonur minn myndi samþykkja mig og taka mér sem kærustu pabba hans og ég náttúrulega vonaðist til þess að hann myndi líta á mig með tímanum sem stjúpmóður." Margar stjúpmæðranna töluðu um væntingar samfélagsins til þeirra sem stjúpmæðra. Sumar töluðu um að þær teldu samfélagið hafa neikvæða ímynd af stjúpmæðrum, að þær væru „vonda stjúpan“. Í upphafi hafi þær lagt mikla áherslu á að falla ekki undir staðalímyndina að vera vond stjúpmóðir. „Hugmyndir mínar snerust eiginlega um að vera ekki þessi leiðinlega, afskiptasama eða sú sem var að koma upp á milli móður og barns eða eitthvað svoleiðis.“ Eiga oft erfitt með að setja stjúpbarninu mörk Að mynda tengsl við stjúpbarn sitt er mikilvægur þáttur í reynslu stjúpmæðranna. Margar þeirra töluðu um að hafa lagt mikla vinnu í að mynda góð tengsl við stjúpbarn sitt. Það hafi í sumum tilfellum verið gert af ótta við höfnun. „Ég var svona að reyna mitt allra besta til þess að strákurinn myndi ekki hafna mér sem foreldri á heimilinu. Það gekk alltaf svo vel, mögulega vegna þess að ég lagði mikið púður í að mynda góð tengsl við hann.“ Stjúpmæðurnar höfðu ýmsar skoðanir á því að setja stjúpbörnum sínum mörk. Þrátt fyrir að stjúpmæðurnar töldu sig vera í foreldrahlutverki voru sumar þeirra á báðum áttum um hvort þær ættu að setja börnunum mörk eða ekki. Stjúpmæðurnar töluðu um að upplifa oft óöryggi og óvissu þegar kom að því að setja börnunum mörk. „Eins og ég verði stundum óörugg, hvernig ég á að díla við hann ef hann er að testa einhver mörk, en geri það samt. Ég verð önug af því að ég er ekki alveg hundrað prósent viss hvernig ég tækla þetta.“ Samskiptin við barnsmóðurina oft á tíðum erfið og flókin Margar af stjúpmæðrunum sem rætt var við lýstu erfiðum samskiptum við móður stjúpbarnsins eða barnanna. Ástæður voru margvíslegar; ýmist var móðirin lítið sem ekkert inni í lífi barnanna og því í litlu sem engu sambandi við stjúpmóðirina og í öðrum tilfellum hafði móðirin ekki áhuga á meiri eða betri samskiptum við stjúpmóðurina. Heilt yfir sögðust flestar stjúpmæðurnar upplifa sig á einn eða annan hátt óöruggar í samskiptum sínum við mæðurnar og sumar stjúpmæðurnar upplifðu að mæðurnar réðu of miklu og hefðu of mikið vald. Stjúpmæðurnar töluðu um að upplifa oft óöryggi og óvissu þegar kom að því að setja börnunum mörk.Getty Nokkrar nefndu að þær væru óöruggar um að segja eitthvað vitlaust eða vera misskildar af móðurinni. Annað dæmi um óöryggi hjá stjúpmæðrunum var að margar gættu þess að það sem þær gerðu í sínu hlutverki fæli ekki í sér að „stíga á tær“ móðurinnar. Þær gættu sín á því af ótta við að gera móðurina ósátta. Margar töluðu þó um að samskipti við mæðurnar hefðu batnað að einhverju leyti með tímanum. „Í dag myndi ég alveg segja að samskiptin væru bara frekar góð. Við getum alveg spjallað á bara svona vinkonu „leveli“. Fyrst var, held ég, rosalega erfitt fyrir hana að sætta sig við að það væri einhver önnur kona þarna með börnunum hennar fimmtíu prósent af tímanum. Svo hefur það bara náð jafnvægi.“ Flestar stjúpmæðurnar töluðu um að þær myndu vilja breyta einhverju í samskiptum sínum við mæðurnar og var það helst að eiga í betri samskiptum við þær. Að finna jafnvægi í samskiptum við móðurina gat reynst stjúpmæðrunum flókið. Ein úr hópnum talaði um að það hafi reynst henni erfitt að finna jafnvægi í samskiptum við móður samhliða því að setja mörk fyrir sjálfa sig. Hún hafi prófað ýmsar leiðir: „Ég hef reynt að vera ógeðslega kurteis, ég hef reynt að vera dónaleg, líka reynt að vera geðveikt „dipló“ en þá er ég líka að gefa meira af mér en ég vil gefa. Ég þarf líka að vera með mín mörk. Ég reyni bara að halda þessu á kurteisisnótunum og passa að við höfum okkar mörk líka, að hún fái ekki alltaf að gera allt þegar henni hentar.“ Önnur talaði um hvernig það gat reynst henni erfitt að finna þetta jafnvægi. „Hún [móðirin] er náttúrlega rosa mikið að passa sitt alltaf en ég er einhvern veginn að passa að vera ekki gestur í mínu eigin lífi.“ Margar af stjúpmæðrunum töluðu um að þær myndu vilja vera meiri þátttakendur í skólagöngu stjúpbarnsins. Dæmi er um að stjúpmæðurnar skorti aðgang að upplýsingum til að geta sinnt námi stjúpbarnsins. Ein þeirra minntist á að hún fái ekki að mæta í foreldraviðtöl í grunnskólanum og það þyki henni sárt. Önnur bendir á að skólinn eigi að taka meira tillit til aðstæðna. „Skólinn ætti miklu meira að taka alla heildina saman en ekki bara tvo einstaklinga, jafnvel okkur bara þrjú sem viljum og erum að taka þátt í lífinu þeirra [barnanna].“ Upplifa sig oft vanmetnar Flestar stjúpmæðurnar fjölluðu á einn eða annan hátt um að hlutverk þeirra sem stjúpmóðir væri erfitt og upplifðu þær oft óöryggi í hlutverki sínu. Þær lýstu hlutverkinu sem flóknu, skrítnu, vanmetnu og erfiðu. Þær töluðu einnig um þá vinnu og álag sem þær legðu á sig í daglegu lífi en væru svo þegar upp er staðið valdalausar. Mörgum þeirra þótti erfitt að átta sig á hlutverkinu og hvað fælist í því. „Það er vandmeðfarið hvenær maður á einhvern veginn að stíga inn í þetta hlutverk foreldra og hvenær maður er stuðningur á kantinum. Það er alveg stór áskorun fyrir mig að finna þetta „balance“, hvað felst í þessu hlutverki. Af því að maður er stjúpmamma, en maður er samt ekki mamma þeirra en maður er samt mamman á heimilinu.“ Margar stjúpmæðranna töluðu einnig um hvað þeim þótti erfitt að fá litla viðurkenningu fyrir alla þá ábyrgð sem þær tækju á sig. „Stjúpmömmuhlutverkið er eitt vanmetnasta hlutverk sem til er af því að allt kreditið fer til mannsins míns, ekki mín.“ Stjúpmæðurnar nefndu margar alla þá ábyrgð sem þær axla á heimilinu. Ein úr hópnum talaði um að henni þætti erfitt að bera ábyrgð en fá litla viðurkenningu á móti: „Mér finnst erfitt að líða eins og ég eigi einhvern veginn að axla alla ábyrgðina , andlega, líkamlega, fjárhagslega en ég fæ alltaf svo lítið. Allt í einu er maður búinn að axla of mikla ábyrgð sem enginn var að biðja mann um en maður ætlar einhvern veginn að gera þetta svo vel." Allar stjúpmæðurnar voru sammála um að almennt væri þörf á foreldrafræðslu eða stuðningi fyrir stjúpmæður. Þær nefndu ýmsa þætti sem þær töldu vera þörf á fræðslu um fyrir stjúpmæður, það er stuðningur við hlutverk stjúpmæðra, fræðsla um samskipti við maka, fræðsla um samskipti við stjúpbarn og fræðsla um samskipti við móður stjúpbarnanna. Voru þær flestar sammála um að framboð á fræðslu eða stuðningi fyrir stjúpmæður væri ekki nægilegt og myndu vilja sjá meira framboð á slíku. Stjúpmæðurnar vildu einna helst fá fræðslu um hlutverk stjúpmæðra og nefndu ýmsa þætti sem þær töldu sig þurfa fræðslu um eða stuðning við varðandi hlutverk sitt. Byggðist það einna helst á þeim þáttum sem þær sjálfar hefðu viljað vita um áður en þær gengu inn í hlutverkið. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Algengt er að stjúpmæður upplifi hlutverk sitt erfitt og krefjandi. Reynsla þeirra litast mikið af flóknum samskiptum við stjúpfjölskylduna og þá aðila sem stjúpfjölskyldunni tengjast. Helstu áskoranir stjúpmæðranna eru brostnar væntingar, valdaójafnvægi og að hafa litla stjórn og lítið vald. Margar stjúpmæður upplifa óöryggi í daglegu lífi sem birtist einna helst í samskiptum og óvissu um hlutverk sitt. Mikil þörf er á foreldrafræðslu og stuðningi fyrir stjúpmæður en þörfin liggur helst í að fá fræðslu og stuðning til góðra samskipta og aðstoð við að takast á við flóknar aðstæður og tilfinningar sem upp koma í daglegu lífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Karenar Maríu Magnúsdóttur til MA-prófs í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við Háskóla Íslands síðastliðið vor, en í tengslum við rannsóknina ræddi Karen við átta íslenskar íslenskar konur sem allar eiga það sameignlegt að vera eða hafa verið á aldrinum 20 til 30 ára með stjúpbörn á aldrinum núll til fimm ára. Stjúpmæðurnar áttu ýmist sjálfar börn úr fyrri samböndum eða ekki og bjuggu ýmist á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Rannsóknir af skornum skammti „Það sem vakti upphaflega áhuga minn á að taka þetta málefni fyrir var persónuleg reynsla mín af stjúpmóðurhlutverkinu. Þegar ég fór að skoða málefnið frekar tók ég eftir að rannsóknir um stjúpmæður voru af skornum skammti sem kveikti enn meiri áhuga hjá mér á að taka málefnið fyrir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen segir það hafa staðið upp úr í niðurstöðum ritgerðarinnar hversu metnaðarfullar og áhugasamar stjúpmæðurnar voru í að standa sig vel í sínu hlutverki.Aðsend Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu algengt það virðist vera hjá stjúpmæðrum að upplifa óöryggi í hlutverki sínu. „Það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa fræðslu og stuðning fyrir þennan hóp, þær viti hvert þær geti leitað og fengið stuðning þegar upp koma aðstæður sem þær eru óöruggar um hvernig eigi að takast á við.“ Karen segir það hafa staðið upp úr í niðurstöðum ritgerðarinnar hversu metnaðarfullar og áhugasamar stjúpmæðurnar voru í að standa sig vel í sínu hlutverki. „Rannsóknin sýnir að stjúpmóðurhlutverkið er alls ekki auðvelt og það var ýmislegt í hlutverki stjúpmæðranna sem gat reynst þeim krefjandi. Þess vegna stóð svo mikið uppúr hversu viljugar stjúpmæðurnar voru í að reyna láta stjúpfjölskyldulífið og allt því tengdu ganga vel.“ Vildi ekki vera leiðinleg eða afskiptasöm Stjúpmæðurnar sem rætt var við töluðu um ýmsar væntingar sem þær höfðu í upphafi þegar þær urðu stjúpmæður fyrst. Ein úr hópnum sagði frá óraunhæfum væntingum sem hún hafði til þess hvernig aðilar í fjölskyldunni myndu taka hver öðrum: „Ég hélt bara að þetta yrði alltaf ógeðslega gaman og við yrðum bara ógeðslega mikil fjölskylda. Það væri bara alltaf líf og fjör á heimilinu og allir elskuðu hvern annan skilyrðislaust og þau yrðu bara ógeðslega skemmtileg systkini strax. Ég hélt bara að þau vandamál sem myndu koma upp myndu ekkert koma. Ég hélt að ég þyrfti ekki að hafa neitt fyrir þessu.“ Einnig kemur fram að stjúpmæðurnar höfðu væntingar til sambands síns við stjúpbarnið. Það var þeim mikilvægt að stjúpbarnið tæki þeim vel og samband þeirra væri gott. „Það eina sem skipti mig máli var bara að stjúpsonur minn myndi samþykkja mig og taka mér sem kærustu pabba hans og ég náttúrulega vonaðist til þess að hann myndi líta á mig með tímanum sem stjúpmóður." Margar stjúpmæðranna töluðu um væntingar samfélagsins til þeirra sem stjúpmæðra. Sumar töluðu um að þær teldu samfélagið hafa neikvæða ímynd af stjúpmæðrum, að þær væru „vonda stjúpan“. Í upphafi hafi þær lagt mikla áherslu á að falla ekki undir staðalímyndina að vera vond stjúpmóðir. „Hugmyndir mínar snerust eiginlega um að vera ekki þessi leiðinlega, afskiptasama eða sú sem var að koma upp á milli móður og barns eða eitthvað svoleiðis.“ Eiga oft erfitt með að setja stjúpbarninu mörk Að mynda tengsl við stjúpbarn sitt er mikilvægur þáttur í reynslu stjúpmæðranna. Margar þeirra töluðu um að hafa lagt mikla vinnu í að mynda góð tengsl við stjúpbarn sitt. Það hafi í sumum tilfellum verið gert af ótta við höfnun. „Ég var svona að reyna mitt allra besta til þess að strákurinn myndi ekki hafna mér sem foreldri á heimilinu. Það gekk alltaf svo vel, mögulega vegna þess að ég lagði mikið púður í að mynda góð tengsl við hann.“ Stjúpmæðurnar höfðu ýmsar skoðanir á því að setja stjúpbörnum sínum mörk. Þrátt fyrir að stjúpmæðurnar töldu sig vera í foreldrahlutverki voru sumar þeirra á báðum áttum um hvort þær ættu að setja börnunum mörk eða ekki. Stjúpmæðurnar töluðu um að upplifa oft óöryggi og óvissu þegar kom að því að setja börnunum mörk. „Eins og ég verði stundum óörugg, hvernig ég á að díla við hann ef hann er að testa einhver mörk, en geri það samt. Ég verð önug af því að ég er ekki alveg hundrað prósent viss hvernig ég tækla þetta.“ Samskiptin við barnsmóðurina oft á tíðum erfið og flókin Margar af stjúpmæðrunum sem rætt var við lýstu erfiðum samskiptum við móður stjúpbarnsins eða barnanna. Ástæður voru margvíslegar; ýmist var móðirin lítið sem ekkert inni í lífi barnanna og því í litlu sem engu sambandi við stjúpmóðirina og í öðrum tilfellum hafði móðirin ekki áhuga á meiri eða betri samskiptum við stjúpmóðurina. Heilt yfir sögðust flestar stjúpmæðurnar upplifa sig á einn eða annan hátt óöruggar í samskiptum sínum við mæðurnar og sumar stjúpmæðurnar upplifðu að mæðurnar réðu of miklu og hefðu of mikið vald. Stjúpmæðurnar töluðu um að upplifa oft óöryggi og óvissu þegar kom að því að setja börnunum mörk.Getty Nokkrar nefndu að þær væru óöruggar um að segja eitthvað vitlaust eða vera misskildar af móðurinni. Annað dæmi um óöryggi hjá stjúpmæðrunum var að margar gættu þess að það sem þær gerðu í sínu hlutverki fæli ekki í sér að „stíga á tær“ móðurinnar. Þær gættu sín á því af ótta við að gera móðurina ósátta. Margar töluðu þó um að samskipti við mæðurnar hefðu batnað að einhverju leyti með tímanum. „Í dag myndi ég alveg segja að samskiptin væru bara frekar góð. Við getum alveg spjallað á bara svona vinkonu „leveli“. Fyrst var, held ég, rosalega erfitt fyrir hana að sætta sig við að það væri einhver önnur kona þarna með börnunum hennar fimmtíu prósent af tímanum. Svo hefur það bara náð jafnvægi.“ Flestar stjúpmæðurnar töluðu um að þær myndu vilja breyta einhverju í samskiptum sínum við mæðurnar og var það helst að eiga í betri samskiptum við þær. Að finna jafnvægi í samskiptum við móðurina gat reynst stjúpmæðrunum flókið. Ein úr hópnum talaði um að það hafi reynst henni erfitt að finna jafnvægi í samskiptum við móður samhliða því að setja mörk fyrir sjálfa sig. Hún hafi prófað ýmsar leiðir: „Ég hef reynt að vera ógeðslega kurteis, ég hef reynt að vera dónaleg, líka reynt að vera geðveikt „dipló“ en þá er ég líka að gefa meira af mér en ég vil gefa. Ég þarf líka að vera með mín mörk. Ég reyni bara að halda þessu á kurteisisnótunum og passa að við höfum okkar mörk líka, að hún fái ekki alltaf að gera allt þegar henni hentar.“ Önnur talaði um hvernig það gat reynst henni erfitt að finna þetta jafnvægi. „Hún [móðirin] er náttúrlega rosa mikið að passa sitt alltaf en ég er einhvern veginn að passa að vera ekki gestur í mínu eigin lífi.“ Margar af stjúpmæðrunum töluðu um að þær myndu vilja vera meiri þátttakendur í skólagöngu stjúpbarnsins. Dæmi er um að stjúpmæðurnar skorti aðgang að upplýsingum til að geta sinnt námi stjúpbarnsins. Ein þeirra minntist á að hún fái ekki að mæta í foreldraviðtöl í grunnskólanum og það þyki henni sárt. Önnur bendir á að skólinn eigi að taka meira tillit til aðstæðna. „Skólinn ætti miklu meira að taka alla heildina saman en ekki bara tvo einstaklinga, jafnvel okkur bara þrjú sem viljum og erum að taka þátt í lífinu þeirra [barnanna].“ Upplifa sig oft vanmetnar Flestar stjúpmæðurnar fjölluðu á einn eða annan hátt um að hlutverk þeirra sem stjúpmóðir væri erfitt og upplifðu þær oft óöryggi í hlutverki sínu. Þær lýstu hlutverkinu sem flóknu, skrítnu, vanmetnu og erfiðu. Þær töluðu einnig um þá vinnu og álag sem þær legðu á sig í daglegu lífi en væru svo þegar upp er staðið valdalausar. Mörgum þeirra þótti erfitt að átta sig á hlutverkinu og hvað fælist í því. „Það er vandmeðfarið hvenær maður á einhvern veginn að stíga inn í þetta hlutverk foreldra og hvenær maður er stuðningur á kantinum. Það er alveg stór áskorun fyrir mig að finna þetta „balance“, hvað felst í þessu hlutverki. Af því að maður er stjúpmamma, en maður er samt ekki mamma þeirra en maður er samt mamman á heimilinu.“ Margar stjúpmæðranna töluðu einnig um hvað þeim þótti erfitt að fá litla viðurkenningu fyrir alla þá ábyrgð sem þær tækju á sig. „Stjúpmömmuhlutverkið er eitt vanmetnasta hlutverk sem til er af því að allt kreditið fer til mannsins míns, ekki mín.“ Stjúpmæðurnar nefndu margar alla þá ábyrgð sem þær axla á heimilinu. Ein úr hópnum talaði um að henni þætti erfitt að bera ábyrgð en fá litla viðurkenningu á móti: „Mér finnst erfitt að líða eins og ég eigi einhvern veginn að axla alla ábyrgðina , andlega, líkamlega, fjárhagslega en ég fæ alltaf svo lítið. Allt í einu er maður búinn að axla of mikla ábyrgð sem enginn var að biðja mann um en maður ætlar einhvern veginn að gera þetta svo vel." Allar stjúpmæðurnar voru sammála um að almennt væri þörf á foreldrafræðslu eða stuðningi fyrir stjúpmæður. Þær nefndu ýmsa þætti sem þær töldu vera þörf á fræðslu um fyrir stjúpmæður, það er stuðningur við hlutverk stjúpmæðra, fræðsla um samskipti við maka, fræðsla um samskipti við stjúpbarn og fræðsla um samskipti við móður stjúpbarnanna. Voru þær flestar sammála um að framboð á fræðslu eða stuðningi fyrir stjúpmæður væri ekki nægilegt og myndu vilja sjá meira framboð á slíku. Stjúpmæðurnar vildu einna helst fá fræðslu um hlutverk stjúpmæðra og nefndu ýmsa þætti sem þær töldu sig þurfa fræðslu um eða stuðning við varðandi hlutverk sitt. Byggðist það einna helst á þeim þáttum sem þær sjálfar hefðu viljað vita um áður en þær gengu inn í hlutverkið.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira