„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2023 18:31 Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir varaformaður þingflokks Flokks fólksins og Björn Leví Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata búa sig undir átakavetur á þingi. Vísir/Arnar Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. Þingmenn hafa fengið þingmálaskrá vetrarins í sínar hendur en hún birtist á vef Alþingis eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur. 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Þá verða 33 frumvörp endurflutt frá síðasta þingi. Átakamál framundan Lögreglufrumvarpið svokallaða verður til að mynda endurflutt en það skapaði mikil átök á síðasta þingi þar sem kveðið er á um meðferð vopna hjá lögreglu. Nýr dómsmálaráðherra ætlar enn fremur að kynna frumvarp um lokuð búsetuúrræði fyrir hælisleitendur Úrræðið hefur verið kallað varðhaldsbúðir af hátt í þrjátíu mannúðar- og hjálparsamtökum sem hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda um að tryggja öryggi hælisleitenda. Þá mun matvælaráðherra leggja fram breytingar á lögum um fiskveiðar en hún kynnti nýlega stóra skýrslu um sjávarútveg og gaf út að hún ætli að hækka auðlindagjald. Strandveiðisjómenn mótmæltu áformum hennar að því sem snerti þeirra veiðar á Austurvelli í gær. Fjármálaráðherra stefnir að því að selja Íslandsbanka á næsta ári og leggur fram nýtt frumvarp til laga um meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum þar sem Félagasýsla á að koma í stað Bankasýslunnar. Vantraust Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem fengu þingmálaskránna afhenta í dag búa sig undir átök í kringum þessi og mörg önnur mál í vetur. „Það verða náttúrulega efnahagsmálin sem verða gríðarlega fyrirferðamikil því við erum búin að týna svo miklum tíma. Ef fyrr hefði verið gripið í taumanna hefðum við lægri verðbólgu og vaxtarstig. Við erum að detta inn í kjarasamninga á næstu mánuðum sem verða mjög þungir vegna þess hvernig vextir og verðbólga eru,“ segir Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar. Björn Leví Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata tekur undir þetta. „Efnahagsmálin verða erfið allan tímann en svo má sérstaklega benda á frumvarp dómsmálaráðherra um lokuðu búsetuúrræðin fyrir hælisleitendur það verður mikið átakamál,“ segir Björn. Ásthildur Lóa Þórsdóttir varaformaður þingflokks Flokks fólksins telur að ríkisstjórnin gleymi heimilum í landinu. „Ég get ekki séð það að þarna sé nokkuð um varnir fyrir heimilin. Heimilin eru núna undir gríðarlegum árásum frá ríkisvaldinu. Það var merkilegt að sjá kynningu fjármálaráðherra um fjárlögin og hann minntist varla á verðbólguna hvað þá heimilin,“ segir Ásthildur. Vilja ekki að fjármálaráðherra selji Íslandsbanka „Við ætlum að leggja til að fjármálaráðherra fái ekki heimild til að selja Íslandsbanka þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Björn Leví. „Það er augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka,“ segir Ásthildur Lóa. „Það á að selja Íslandsbanka en höfum ekki klárað fyrri söluna. Við eigum eftir að fá frá Fjármálaeftirlitinu og Umboðsmanni alþingis um hana þá hvort fjármálaráðherra hafi verið hæfur til að taka þær ákvarðanir sem hann tók. Þannig að það er býsna mikið fóður í líflegan vetur,“ segir Sigmar. Þau efast um ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég sé ekkert að þessir flokkar séu meira sammála en þeir voru í sumar eða í vor,“ segir Sigmar. „Eins og staðan er þá erum við ekki að sjá neitt mál klárað á þessum þingvetri, það er frekar þreytandi,“ segir Björn Leví. „Það ríkir náttúrulega ekki traust í garð þessarar ríkisstjórnar til að fara í neinar stórar aðgerðir,“ segir Ásthildur. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Fjárlagafrumvarp 2024 Íslandsbanki Viðreisn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þingmenn hafa fengið þingmálaskrá vetrarins í sínar hendur en hún birtist á vef Alþingis eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur. 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Þá verða 33 frumvörp endurflutt frá síðasta þingi. Átakamál framundan Lögreglufrumvarpið svokallaða verður til að mynda endurflutt en það skapaði mikil átök á síðasta þingi þar sem kveðið er á um meðferð vopna hjá lögreglu. Nýr dómsmálaráðherra ætlar enn fremur að kynna frumvarp um lokuð búsetuúrræði fyrir hælisleitendur Úrræðið hefur verið kallað varðhaldsbúðir af hátt í þrjátíu mannúðar- og hjálparsamtökum sem hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda um að tryggja öryggi hælisleitenda. Þá mun matvælaráðherra leggja fram breytingar á lögum um fiskveiðar en hún kynnti nýlega stóra skýrslu um sjávarútveg og gaf út að hún ætli að hækka auðlindagjald. Strandveiðisjómenn mótmæltu áformum hennar að því sem snerti þeirra veiðar á Austurvelli í gær. Fjármálaráðherra stefnir að því að selja Íslandsbanka á næsta ári og leggur fram nýtt frumvarp til laga um meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum þar sem Félagasýsla á að koma í stað Bankasýslunnar. Vantraust Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem fengu þingmálaskránna afhenta í dag búa sig undir átök í kringum þessi og mörg önnur mál í vetur. „Það verða náttúrulega efnahagsmálin sem verða gríðarlega fyrirferðamikil því við erum búin að týna svo miklum tíma. Ef fyrr hefði verið gripið í taumanna hefðum við lægri verðbólgu og vaxtarstig. Við erum að detta inn í kjarasamninga á næstu mánuðum sem verða mjög þungir vegna þess hvernig vextir og verðbólga eru,“ segir Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar. Björn Leví Gunnarsson varaformaður þingflokks Pírata tekur undir þetta. „Efnahagsmálin verða erfið allan tímann en svo má sérstaklega benda á frumvarp dómsmálaráðherra um lokuðu búsetuúrræðin fyrir hælisleitendur það verður mikið átakamál,“ segir Björn. Ásthildur Lóa Þórsdóttir varaformaður þingflokks Flokks fólksins telur að ríkisstjórnin gleymi heimilum í landinu. „Ég get ekki séð það að þarna sé nokkuð um varnir fyrir heimilin. Heimilin eru núna undir gríðarlegum árásum frá ríkisvaldinu. Það var merkilegt að sjá kynningu fjármálaráðherra um fjárlögin og hann minntist varla á verðbólguna hvað þá heimilin,“ segir Ásthildur. Vilja ekki að fjármálaráðherra selji Íslandsbanka „Við ætlum að leggja til að fjármálaráðherra fái ekki heimild til að selja Íslandsbanka þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Björn Leví. „Það er augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka,“ segir Ásthildur Lóa. „Það á að selja Íslandsbanka en höfum ekki klárað fyrri söluna. Við eigum eftir að fá frá Fjármálaeftirlitinu og Umboðsmanni alþingis um hana þá hvort fjármálaráðherra hafi verið hæfur til að taka þær ákvarðanir sem hann tók. Þannig að það er býsna mikið fóður í líflegan vetur,“ segir Sigmar. Þau efast um ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég sé ekkert að þessir flokkar séu meira sammála en þeir voru í sumar eða í vor,“ segir Sigmar. „Eins og staðan er þá erum við ekki að sjá neitt mál klárað á þessum þingvetri, það er frekar þreytandi,“ segir Björn Leví. „Það ríkir náttúrulega ekki traust í garð þessarar ríkisstjórnar til að fara í neinar stórar aðgerðir,“ segir Ásthildur.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Fjárlagafrumvarp 2024 Íslandsbanki Viðreisn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent