Innlent

Hand­taka mannanna til skoðunar hjá lög­reglu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í Flúðaseli frá því síðasta þriðjudag, 5. september.
Frá aðgerðum lögreglu í Flúðaseli frá því síðasta þriðjudag, 5. september. Aðsend

Hand­taka mannanna sem dregnir voru út í hand­járnum á nær­buxunum í Flúða­seli í Breið­holti í Reykja­vík í síðustu viku er til skoðunar hjá lög­reglu. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi.

Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn mið­lægrar rann­sóknar­deildar, segir í sam­tali við Vísi að mennirnir hafi verið hand­teknir vegna ráns. Þeir hafi veist að manni í bíl hans og neytt hann til að milli­færa á sig fé. Hlaut hann minniháttar áverka. Grímur segir málið til rann­sóknar. Hann á ekki von á því að rann­sóknin muni standa lengi yfir.

Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga á Ís­landi, gagn­rýndi lög­reglu harð­lega eftir að myndir birtust á Vísi af hand­tökunni. Þar mátti sjá einn af þremur mönnunum dreginn út á nær­buxunum í hand­járnum af sér­sveitar­mönnum og sagði Guð­mundur of mörg dæmi um slíkt.

Nú var handtakan sjálf gagnrýnd. Þarna var maður tekinn út á nærbuxunum í handjárnum. Var það nauðsynlegt?

„Nei, ég er nú bara með þetta til skoðunar og kannski blasir það nú við að það hafi ekki verið nauð­syn­legt. Það hefði kannski mátt gefa við­komandi tæki­færi til þess að klæða sig. Við erum bara með það til skoðunar, akkúrat þann part af hand­tökunni,“ segir Grímur.

Hann segist ekki hafa upp­lýsingar um það hvort að mennirnir hafi sýnt mót­spyrnu við hand­töku. Hann segir lög­reglu ekki telja þá hættu­lega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×