Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 08:36 Verkið er frá 1884 og metið á 400 til 900 milljónir króna. Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur. Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Verkið er í eigu Groninger-safnsins en var lánað Singer-safninu og stolið af atvinnuþjófnum Nils M, sem bjó skammt frá Laren. Laren var dæmdur fyrir stuldinn og fyrir að hafa stolið verki eftir Frans Hals af safni í Leerdam nokkrum mánuðum síðar. Þegar Nils M var handtekinn hafði hann losað sig við „Vorgarð“ og samkvæmt gögnum sem lögregla komst yfir var verkið komið í hendur glæpahóps sem hugðist bjóða það í skiptum fyrir vægari fangelsisdóma. What a day...https://t.co/BjByRfcxv3— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) September 12, 2023 Listaverkaspæjarinn Arthur Brand sagði í samtali við BBC að menn teldu sig vita að verkið myndi fara á milli manna í kjölfarið, þar sem enginn vildi láta nappa sig með það. Þannig fór það að lokum að maður setti sig í samband við Brand, sem sagðist hafa verkið undir höndum en vildi losna við það. „Ég var í afmælisveislu og hann beið undir tré og útskýrði fyrir mér af hverju hann vildi gera þetta,“ sagði Brand um fund mannanna í Amsterdam. Maðurinn lét Brand lofa sér því að koma ekki upp um hann og það var samþykkt af yfirvöldum, þar sem talið var víst að maðurinn hefði ekki komið nálægt þjófnaðinum. Brand fékk verkið afhent á heimili sínu í Ikea-poka með blóðugum kodda, sem var ætlað að vernda verkið frá skemmdum. Stjórnandi Groninger-safnsins beið skammt frá til að geta staðfest að verkið væri ófalsað. Stjórnandinn, Andreas Bluhm, segir nokkrar rispur á verkinu en að það ætti að reynast auðvelt að gera við það. Viðgerðin mun fara fram á Van Gogh-safninu. Bluhm segir málið hafa tekið mikið á og verkið verði ekki lánað aftur.
Holland Myndlist Erlend sakamál IKEA Söfn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira