Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 08:00 Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Markús Karl Valsson Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga. Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson
Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira