Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 11:04 Vegna verðbólgu á yfirstandandi ári muni skattleysis-og þrepamörk hækka umtalsvert næstu áramót. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru áætlaðar tekjur af tekjuskatti einstaklinga 277,2 milljarðar króna. Þar segir að vel hafi árað á vinnumarkaði það sem af er ári, laun hafi hækkað, fjöldi vinnustunda aukist og atvinnuleysi haldist lítið. Innheimta staðgreiðslu hafi því verið með besta móti. Vegna verðbólgu á yfirstandandi ári muni skattleysis-og þrepamörk hækka umtalsvert næstu áramót vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða. Önnur breyting, sem tók gildi fyrir tekjuárið 2022, fól meðal annars í sér að þrepamörk hækka sem nemur verðbólgustigi við lok hvers árs að viðbættu 1 prósents framleiðniviðmiði. Henni er ætlað að koma í veg fyrir raunskattskrið og verja kaupmátt launa. Þjóðhagsspá geri ráð fyrir 7,4 prósenta verðbólgu í lok árs. Því er áætlað að persónuafsláttur og þrepamörk hækki um 8,5 prósent fyrir árið 2024. Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með 500 þúsund í mánaðartekjur muni því greiða 7.314 kr. minna í skatt í janúar 2024 en hann gerði í desember 2023. Fjárlagafrumvarp 2024 Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru áætlaðar tekjur af tekjuskatti einstaklinga 277,2 milljarðar króna. Þar segir að vel hafi árað á vinnumarkaði það sem af er ári, laun hafi hækkað, fjöldi vinnustunda aukist og atvinnuleysi haldist lítið. Innheimta staðgreiðslu hafi því verið með besta móti. Vegna verðbólgu á yfirstandandi ári muni skattleysis-og þrepamörk hækka umtalsvert næstu áramót vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða. Önnur breyting, sem tók gildi fyrir tekjuárið 2022, fól meðal annars í sér að þrepamörk hækka sem nemur verðbólgustigi við lok hvers árs að viðbættu 1 prósents framleiðniviðmiði. Henni er ætlað að koma í veg fyrir raunskattskrið og verja kaupmátt launa. Þjóðhagsspá geri ráð fyrir 7,4 prósenta verðbólgu í lok árs. Því er áætlað að persónuafsláttur og þrepamörk hækki um 8,5 prósent fyrir árið 2024. Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með 500 þúsund í mánaðartekjur muni því greiða 7.314 kr. minna í skatt í janúar 2024 en hann gerði í desember 2023.
Fjárlagafrumvarp 2024 Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43