Vonast eftir markvissari aðgerðaáætlun í væntanlegri uppfærslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2023 07:01 Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi og fyrrverandi ráðherrar loftslagsmála í ríkisstjórninni, ganga niður stiga í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir lok ársins. Formaður loftslagsráðs segir að áætlunin þurfi að verða mun markvissari með tölulegum markmiðum og skýrari ábyrgðarskiptingu en sú sem nú er í gildi. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum var kynnt á fyrri hluta fyrra kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar árið 2018. Hún var uppfærð árið 2020 með fimmtán nýjum aðgerðum. Þá var fullyrt að aðgerðirnar dygðu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Ísland stæði þá nokkuð ríflega við skuldbindingu sína um 29 prósent samdrátt sem var hlutdeild landsins í þáverandi sameiginlegu markmiði með Evrópusambandinu. Töluvert vantar þó upp á að það markmið náist miðað við framreikning Umhverfisstofnunar á losun Íslands sem var birtur í apríl. Samdráttur með núverandi eða staðfestum aðgerðum verður um 24 prósent að mati stofnunarinnar. Sjálfstætt landsmarkmið sem ríkisstjórnin setti sér við upphaf núverandi kjörtímabils um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins er víðsfjarri. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, sagði of snemmt að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar eftir að framreikningur Umhverfisstofnunar var kynntur og boðaði uppfærslu á aðgerðaáætluninni. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ sagði hann í apríl. Sérstök áhersla á alþjóðlegu skuldbindingarnar Ráðherrann upplýsti ríkisstjórnina um vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætluninni á fundi hennar í síðustu viku. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir ráðuneyti hans að stefnt sé að því að birta hana fyrir árslok. Horft sé til markmiða ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 og að grunnur verði lagður að kolefnishlutleysi árið 2040. Sérstök áhersla verði lögð á aðgerðir til þess að uppfylla skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu um samdrátt í losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. ESB stefnir að 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því markmiði hefur enn ekki verið ákvörðuð. Byggt verður á grunni aðgerðaáætlunarinnar frá árinu 2020 að viðbættum áherslum og aðgerðum sem samtal ráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins, sveitarfélögin, samtök í landbúnaði og fleiri um gerð loftslagsvísa atvinnulífsins leiddi af sér. Einnig á að líta til aðgerðaáætlana nágrannaríkjanna sem fyrirmynda. Halldór Þorgeirsson, starfandi formaður loftslagsráðs. Skipunartími ráðsins rann út í byrjun mánaðar en verið er að skoða hvernig það verður endurskipað. Halldór var áður framkvæmdastjóri hjá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna.Vísir/Vilhelm Eiga að geta verið nákvæmari um ætlaðan árangur Núgildandi aðgerðaáætlun hefur meðal annars sætt gagnrýni fyrir að vera ekki nógu skýr um hvaða árangri einstakar aðgerðir eiga að skila. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, ráðgjafarráðs sem á að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf í loftslagsmálum, segir að aðgerðaáætlunin þurfi að verða miklu markvissari með tölulegum upplýsingum og mun skýrari skiptingu ábyrgðar. „Það er komin það mikil reynsla að við eigum að geta verið nákvæmari um hvaða árangri hlutir geta skilað,“ segir Halldór við Vísi. Ákveðnar hugmyndir séu um lausnir en ekki sé ljóst hvernig þær eiga að verða að raunveruleika. „Það er það sem þarf að breytast, að það sé verið að ráðast í tilteknar fjárfestingar,“ segir hann. Töf eykur kostnaðinn Halldóri er sérstaklega hugsað til ábyrgðar atvinnulífsins sem hann segir tilbúið að gera margt til þess að draga úr losun. Það sé hins vegar að bíða eftir kostnaðarskiptingu vegna dýrra fjárfestinga sem aðgerðirnar kalla á. „Í öllu svona kemur töf bara til með að auka kostnaðinn. Þess vegna er svo brýnt að við breytum núverandi ástandi. Það er svo ljóst að við höfum ekki náð tökum á losuninni. Það þarf virkilega margt að gerast núna og afdrifaríkar ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir hann. Það er engin ein loftslagsaðgerð sem Halldór segir að þurfi að rata í aðgerðaáætlunina. Hún þurfti fyrst og fremst að vera markviss, ábyrgðaskiptingin skýr og árangurinn af henni sé metinn fyrir fram. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Sigurjón Markmiðin verði að vera skýr og trúverðug Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist furða sig á hvað íslenskir ráðamenn dragi lappirnar í loftslagsmálum. Hann gagnrýnir að hlutdeild Íslands í uppfærðu sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs liggi enn ekki fyrir. Loftslagsráðherra hafi talað um opinberlega að hlutdeildin gæti numið um fjörutíu prósent samdrætti í losun. Í formlegu svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku hafi hann engu að síður sagt að viðræður við Evrópusambandið standi enn yfir. „Spurningin er: hvað tefur ríkisstjórnina? Af hverju þetta aðgerðaleysi. Ríkisstjórnin verður að setja skýr, trúverðug markmið um samdrátt í losun,“ segir Árni. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Fyrsta fjármagnaða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum var kynnt á fyrri hluta fyrra kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar árið 2018. Hún var uppfærð árið 2020 með fimmtán nýjum aðgerðum. Þá var fullyrt að aðgerðirnar dygðu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2030 miðað við árið 2005. Ísland stæði þá nokkuð ríflega við skuldbindingu sína um 29 prósent samdrátt sem var hlutdeild landsins í þáverandi sameiginlegu markmiði með Evrópusambandinu. Töluvert vantar þó upp á að það markmið náist miðað við framreikning Umhverfisstofnunar á losun Íslands sem var birtur í apríl. Samdráttur með núverandi eða staðfestum aðgerðum verður um 24 prósent að mati stofnunarinnar. Sjálfstætt landsmarkmið sem ríkisstjórnin setti sér við upphaf núverandi kjörtímabils um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins er víðsfjarri. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, sagði of snemmt að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar eftir að framreikningur Umhverfisstofnunar var kynntur og boðaði uppfærslu á aðgerðaáætluninni. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ sagði hann í apríl. Sérstök áhersla á alþjóðlegu skuldbindingarnar Ráðherrann upplýsti ríkisstjórnina um vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætluninni á fundi hennar í síðustu viku. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir ráðuneyti hans að stefnt sé að því að birta hana fyrir árslok. Horft sé til markmiða ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 og að grunnur verði lagður að kolefnishlutleysi árið 2040. Sérstök áhersla verði lögð á aðgerðir til þess að uppfylla skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu um samdrátt í losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. ESB stefnir að 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en hlutdeild Íslands í því markmiði hefur enn ekki verið ákvörðuð. Byggt verður á grunni aðgerðaáætlunarinnar frá árinu 2020 að viðbættum áherslum og aðgerðum sem samtal ráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins, sveitarfélögin, samtök í landbúnaði og fleiri um gerð loftslagsvísa atvinnulífsins leiddi af sér. Einnig á að líta til aðgerðaáætlana nágrannaríkjanna sem fyrirmynda. Halldór Þorgeirsson, starfandi formaður loftslagsráðs. Skipunartími ráðsins rann út í byrjun mánaðar en verið er að skoða hvernig það verður endurskipað. Halldór var áður framkvæmdastjóri hjá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna.Vísir/Vilhelm Eiga að geta verið nákvæmari um ætlaðan árangur Núgildandi aðgerðaáætlun hefur meðal annars sætt gagnrýni fyrir að vera ekki nógu skýr um hvaða árangri einstakar aðgerðir eiga að skila. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, ráðgjafarráðs sem á að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf í loftslagsmálum, segir að aðgerðaáætlunin þurfi að verða miklu markvissari með tölulegum upplýsingum og mun skýrari skiptingu ábyrgðar. „Það er komin það mikil reynsla að við eigum að geta verið nákvæmari um hvaða árangri hlutir geta skilað,“ segir Halldór við Vísi. Ákveðnar hugmyndir séu um lausnir en ekki sé ljóst hvernig þær eiga að verða að raunveruleika. „Það er það sem þarf að breytast, að það sé verið að ráðast í tilteknar fjárfestingar,“ segir hann. Töf eykur kostnaðinn Halldóri er sérstaklega hugsað til ábyrgðar atvinnulífsins sem hann segir tilbúið að gera margt til þess að draga úr losun. Það sé hins vegar að bíða eftir kostnaðarskiptingu vegna dýrra fjárfestinga sem aðgerðirnar kalla á. „Í öllu svona kemur töf bara til með að auka kostnaðinn. Þess vegna er svo brýnt að við breytum núverandi ástandi. Það er svo ljóst að við höfum ekki náð tökum á losuninni. Það þarf virkilega margt að gerast núna og afdrifaríkar ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir hann. Það er engin ein loftslagsaðgerð sem Halldór segir að þurfi að rata í aðgerðaáætlunina. Hún þurfti fyrst og fremst að vera markviss, ábyrgðaskiptingin skýr og árangurinn af henni sé metinn fyrir fram. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Sigurjón Markmiðin verði að vera skýr og trúverðug Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segist furða sig á hvað íslenskir ráðamenn dragi lappirnar í loftslagsmálum. Hann gagnrýnir að hlutdeild Íslands í uppfærðu sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs liggi enn ekki fyrir. Loftslagsráðherra hafi talað um opinberlega að hlutdeildin gæti numið um fjörutíu prósent samdrætti í losun. Í formlegu svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku hafi hann engu að síður sagt að viðræður við Evrópusambandið standi enn yfir. „Spurningin er: hvað tefur ríkisstjórnina? Af hverju þetta aðgerðaleysi. Ríkisstjórnin verður að setja skýr, trúverðug markmið um samdrátt í losun,“ segir Árni.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira