Körfubolti

Hand­tekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin Porter Jr. hefur verið handtekinn.
Kevin Porter Jr. hefur verið handtekinn. Vísir/Getty Images

Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.

Hinn 23 ára gamli Porter var handtekinn á hóteli í New York árla mánudags eftir að hringt hafði verið í Neyðarlínuna.

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom fram að fórnarlambið hefði verið lamið margoft í líkamann sem og árásarmaðurinn hefði sett hendur sínar á háls hennar. Houston Rockets vildi ekki svara fyrirspurn ESPN og sagði að það væri að vinna í söfnun gagna um hvað hefði gerst.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porter kemst í vandræði en hann hefur þó aldrei verið handtekinn áður. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Rockets á síðustu leiktíð en aðeins hluti launa hans í þeim samning, sem hljóðar upp á 82,5 milljónir Bandaríkjadala, er tryggður.

Þá hefur Kalabrya Gondrezick-Haskins - systir Kysre - hótað Porter öllu illu eins og sjá má á færslu hennar á samfélagsmiðlum eftir að leikmaðurinn var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×