Innlent

Skjálfta­hrina á Reykja­nes­hrygg

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsti skjálftinn mældist 3,4.
Stærsti skjálftinn mældist 3,4. Veðurstofan

Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að stærsti skjálftinn í hrinunni hafi verði um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö.

Ekki hafa borist ábendingar um að skjálftar hafi fundist í byggð en síðast var skjálftahrina á þessu svæði um miðjan ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×