Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. september 2023 20:45 Íslenska landsliðið átti mun betri leik gegn Bosníu en gegn Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40