Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. september 2023 20:45 Íslenska landsliðið átti mun betri leik gegn Bosníu en gegn Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn