Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 12:09 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira