Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 12:09 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira