Endurtekning á úrslitaleiknum frá því fyrir tveimur árum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 10:31 Medvedev mætir Novak Djokovic í úrslitum opna bandaríska mótsins annað kvöld. Vísir/Getty Daniil Medvedev tryggði sér í nótt sæti í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hann vann sigur á Carlos Alcaraz í fjórum settum og mætir Novak Djokovic í úrslitum. Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“ Tennis Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sjá meira
Margir vonuðust til þess að úrslitaleikurinn yrði næsti kafli í áhugaverðri baráttu þeirra Novak Djokovic og Carlos Alcaraz. Þeir mættust í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar þar sem Spánverjinn Alcaraz hafði betur en Djokovic er sigursælasti karlmaður í sögu tennisíþróttarinnar og gæti jafnað met Margaret Court yfir flesta sigra á risamótum vinni hann sigur í úrslitaleiknum á morgun. Medvedev lék hins vegar frábærlega í nótt. Hann vann 7-6, 6-1, 3-6 og 6-3 í settum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fram fer annað kvöld. Þar verður um að ræða endurtekningu á úrslitaleik þeirra Djokovic og Medvedev fyrir tveimur árum síðar. Þá vann Medvedev og kom í veg fyrir að Djokovic ynni sigur á öllum fjórum risamótum ársins. Daniil Medvedev wants the noise after that win! pic.twitter.com/VwVniY9aLr— US Open Tennis (@usopen) September 9, 2023 „Þetta er ótrúlegt og sérstaklega að vinna einhvern eins og Carlos. Hann hefur unnið með auðveldlega í tvígang á þessu ári þannig að ég efaðist mjög fyrir leikinn,“ sagði Medvedev eftir leikinn í nótt. „Hann er frábær og þú þarft í raun að vera betri en þú ert til að vinna og sem betur fer var það þannig hjá mér,“ sagði Medvedev en hann átti hvert frábæra skotið á fætur öðru í leiknum. Rússinn Medvedev hefur átt í stormasömu sambandi við áhorfendur á opna bandaríska meistaramótinu síðustu tvö árin. „Í sannleika sagt þá voru áhorfendur ótrúlegir í dag. Við háðum magnaða baráttu og ég fann fyrir stuðningi við okkur báða. Í stöðunni 5-3 voru einhverjir Spánverjar sem kölluðu á milli fyrstu og annarar uppgjafar en þeir geta farið og lagt sig núna.“
Tennis Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sjá meira