Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Anahita Babaei og Elissa Bijou skrifa 9. september 2023 10:00 Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt. Það er strax ljóst að veiðiaðferðir við hvalveiðar hafa ekki batnað neitt, vitni við hvalstöðina segja að tvær af þrem langreyðum sem drepnar voru í gær voru skotnar tvisvar og það ber vott um löng og þjáningarfull dauðastríð. Veiðiaðferðirnar eru enn jafn hræðilegar og þær voru þegar fagráð um velferð dýra gaf út yfirlýsingu sína í júní þar sem fram kom að veiðiaðferðir væru ómannúðlegar og brytu í bága við dýravelferðalög á Íslandi. En það var sú yfirlýsing sem Svandís Svavarsdóttir ráðherra notaði sem ástæðu fyrir því að hún gerði tímabundið hlé á veiðum í 2 mánuði. Það er einnig ljóst á þessum fyrstu veiðum tímabilsins að Hvalur hf. getur hvorki fylgt lögum um veiðarnar né dýravelferðarlögum. Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma. Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax. Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar. Hér má einnig finna undirskrifarsöfnun gegn hvalveiðum. Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna! Höfundar eru baráttukonur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun