Djokovic valtaði yfir Shelton og hermdi eftir fagni hans Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 08:01 Novak Djokovic er kominn í úrslit opna bandaríska meistaramótsins. Vísir/Getty Novak Djokovic tryggði sér í gærkvöldi sæti í sínum tíunda úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hundraðasti leikur Djokovic á mótinu frá upphafi. Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“ Tennis Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM Sjá meira
Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“
Tennis Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM Sjá meira