„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2023 22:01 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“ Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira