Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2023 09:30 Derrick Rose kann vel við sig í New York en er í dag leikmaður Memphis. Mike Stobe/Getty Images Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu. Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Myndband af Rose að spila skák í símanum sínum á miðjum Drake tónleikum fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Rose, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA árið 2011, leikur í dag með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur áður leikið fyrir Chicago Bulls, New York Knicks, Cleveland Cavaliers, Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons. Derrick Rose playing chess at Drake s concert pic.twitter.com/ioF1y288Bg— NBACentral (@TheDunkCentral) September 7, 2023 Hinn 34 ára gamli Rose er líkt og flestir leikmenn NBA-deildarinnar í sumarfríi um þessar mundir. Fjöldi leikmanna hefur undanfarnar vikur keppt á HM í körfubolta en Rose hefur nýtt sumarið til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Rose og Drake eiga sér sögu en leikmaðurinn er einn fjölmargra íþróttamanna sem Drake hefur sungið um. „I had to Derrick Rose the knee up before I got the re-up,“ segir í laginu Furthest Thing. Það kom því ef til vill ekki á óvart að Rose hafi verið meðal þeirra sem mættu á tónleika Drake í Glendale í Arizona-fylki á miðvikudaginn var. Það virðist þó sem tónleikarnir hafi ekki hrifið Rose sem vildi heldur spila skák í símanum. Ef til vill var Rose mættur með syni sínum en þó nokkur ár eru komin síðan sonur hans, P.J., fékk að fara upp á svið á miðjum tónleikum hjá Drake. Hvort sonurinn hafi verið með í för og hvort hann hafi fengið að fara upp á svið öðru sinni er ekki vitað að svo stöddu.
Körfubolti NBA Tónlist Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira