„Gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. september 2023 07:00 Kolbeinn heldur einkasýningu í Gallerý Núllið um helgina. Þórarinn Örn Egilsson Leikarinn og myndlistarmaðurinn Kolbeinn Arnbjörnsson hefur mundað pensilinn frá unga aldri. Á sama tíma dreymdi hann um að verða leikari. „Ég ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður. Fyrst og fremst vegna þess að ég gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari. Ég hafði ekki margar fyrirmyndir á Ólafsfirði, þar sem ég ólst upp, sem menntuðu sig og störfuðu sem listamenn en ég er ótrúlega þakklátur þeim kennurum sem voru yfir skapandi greinum í minni grunnskólagöngu, þar á ég í raun og veru mínar einu jákvæðu minningar þar sem ég fékk hrós og styrkingu,“ segir Kolbeinn. Hann heldur einkasýningu á verkum sínum í Gallerý Núllinu næstu helgi sem ber heitið Aðeins dýpri skilningur. Kolbeinn fær ákveðna útrás í myndlistinni.Þórarinn Örn Egilsson Spurður hvernig listformin passi saman segist Kolbeinn taka listrænar skorpur jafnt og þétt yfir árið. „Ég vinn hratt og lengi í senn en tímabilin spanna einhverjar vikur eða mánuði, þetta er svolítið eins og árstíðir. Tek mánuði í skrif, mánuði í að mála og þess á milli er ég að leika og lesa hljóðbækur,“ segir Kolbeinn sem hefur málað í yfir tuttugu ár. Heltekinn frá fyrstu æfingu „Sem týpískur ógreindur ADHD einstaklingur fór ég að vinna í fiski eftir 10. bekk og hélt að ég ætti ekkert erindi í frekara nám. Þegar ég komst síðan að því 17 ára gamall að það væri hægt að læra myndlist í menntaskóla opnaðist spennandi veruleiki fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem skráði sig í kjölfarið í myndlist við Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Eftir skólann flyt ég til Reykjavíkur að vinna á leikskóla og í umsókn minni til að komast að við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Í millitíðinni slysast ég inn á inntökudaga stúdentaleikhússins þar sem Víkingur Kristjánsson og Björn Hlynur Haraldsson voru að leiðbeina og leikstýra nemendum. Eftir fyrstu æfingu og nokkra tíma í spunaleik var ég heltekinn,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Það var ekki aftur snúið“ Persónuleg barátta Að sögn Kolbeins nýtir hann myndlistina til að sleppa af sér beislinu og leyfa kaótíkinni og hröðu hugsununum að streyma út. „Ég er í stöðugri baráttu við sjálfan mig á meðan ég er að mála sem verður samtímis ákveðinn lærdómur og persónulegt ferðalag. Stundum leikur allt í höndunum á manni en aðra daga bölvuð glíma,“ segir hann. Kolbeinn segist vera í stöðugri leit að jafnvægi þegar hann er að mála. „Á ég að halda aftur af mér eða sleppa tökunum? Er þetta rétta leiðin, rétta formið, rétti liturinn? Þetta er æfing í að treysta sjálfum mér og í þessari seríu var ég mikið að vanda mig og minna mig á að það væri ekkert sem héti mistök eða röng leið. Oft á tíðum fór ég viljandi þá leið að ögra í litavali og formum, villingurinn sem ég er,“segir Kolbeinn. Hann segist nær eingöngu mála í abstrakt expressioniskum stíl og hafi alltaf gert. „Hvert verk er ansi lengi í bígerð og umferðirnar eru fjölmargar. Það er ekki óalgengt að myndirnar taki algjörum stakkaskiptum 2-3 sinnum áður en þær eru tilbúnar.“ Næsta sýning Kolbeins verður fyrir norðan í Gallerí Kaktus á Akureyri í lok nóvember. Nánari upplýsingar um sýningar Kolbeins má nálgast á Instagram síðu hans. View this post on Instagram A post shared by Nu llið gallery (@nullidgallery) Myndlist Leikhús Bíó og sjónvarp Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Uppáhaldshlaðvörp íslenskra karlmanna – fyrri hluti Hlaðvörp (e.podcast) eru orðin nær óteljandi og oft á tíðum ómissandi hluti af daglegu lífi einstaklinga hvort sem um ræðir umfjallanir um íþróttir, dularfull morðmál eða létt spjall um daginn og veginn, svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2023 20:01 Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28 Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður. Fyrst og fremst vegna þess að ég gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari. Ég hafði ekki margar fyrirmyndir á Ólafsfirði, þar sem ég ólst upp, sem menntuðu sig og störfuðu sem listamenn en ég er ótrúlega þakklátur þeim kennurum sem voru yfir skapandi greinum í minni grunnskólagöngu, þar á ég í raun og veru mínar einu jákvæðu minningar þar sem ég fékk hrós og styrkingu,“ segir Kolbeinn. Hann heldur einkasýningu á verkum sínum í Gallerý Núllinu næstu helgi sem ber heitið Aðeins dýpri skilningur. Kolbeinn fær ákveðna útrás í myndlistinni.Þórarinn Örn Egilsson Spurður hvernig listformin passi saman segist Kolbeinn taka listrænar skorpur jafnt og þétt yfir árið. „Ég vinn hratt og lengi í senn en tímabilin spanna einhverjar vikur eða mánuði, þetta er svolítið eins og árstíðir. Tek mánuði í skrif, mánuði í að mála og þess á milli er ég að leika og lesa hljóðbækur,“ segir Kolbeinn sem hefur málað í yfir tuttugu ár. Heltekinn frá fyrstu æfingu „Sem týpískur ógreindur ADHD einstaklingur fór ég að vinna í fiski eftir 10. bekk og hélt að ég ætti ekkert erindi í frekara nám. Þegar ég komst síðan að því 17 ára gamall að það væri hægt að læra myndlist í menntaskóla opnaðist spennandi veruleiki fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem skráði sig í kjölfarið í myndlist við Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Eftir skólann flyt ég til Reykjavíkur að vinna á leikskóla og í umsókn minni til að komast að við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Í millitíðinni slysast ég inn á inntökudaga stúdentaleikhússins þar sem Víkingur Kristjánsson og Björn Hlynur Haraldsson voru að leiðbeina og leikstýra nemendum. Eftir fyrstu æfingu og nokkra tíma í spunaleik var ég heltekinn,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Það var ekki aftur snúið“ Persónuleg barátta Að sögn Kolbeins nýtir hann myndlistina til að sleppa af sér beislinu og leyfa kaótíkinni og hröðu hugsununum að streyma út. „Ég er í stöðugri baráttu við sjálfan mig á meðan ég er að mála sem verður samtímis ákveðinn lærdómur og persónulegt ferðalag. Stundum leikur allt í höndunum á manni en aðra daga bölvuð glíma,“ segir hann. Kolbeinn segist vera í stöðugri leit að jafnvægi þegar hann er að mála. „Á ég að halda aftur af mér eða sleppa tökunum? Er þetta rétta leiðin, rétta formið, rétti liturinn? Þetta er æfing í að treysta sjálfum mér og í þessari seríu var ég mikið að vanda mig og minna mig á að það væri ekkert sem héti mistök eða röng leið. Oft á tíðum fór ég viljandi þá leið að ögra í litavali og formum, villingurinn sem ég er,“segir Kolbeinn. Hann segist nær eingöngu mála í abstrakt expressioniskum stíl og hafi alltaf gert. „Hvert verk er ansi lengi í bígerð og umferðirnar eru fjölmargar. Það er ekki óalgengt að myndirnar taki algjörum stakkaskiptum 2-3 sinnum áður en þær eru tilbúnar.“ Næsta sýning Kolbeins verður fyrir norðan í Gallerí Kaktus á Akureyri í lok nóvember. Nánari upplýsingar um sýningar Kolbeins má nálgast á Instagram síðu hans. View this post on Instagram A post shared by Nu llið gallery (@nullidgallery)
Myndlist Leikhús Bíó og sjónvarp Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Uppáhaldshlaðvörp íslenskra karlmanna – fyrri hluti Hlaðvörp (e.podcast) eru orðin nær óteljandi og oft á tíðum ómissandi hluti af daglegu lífi einstaklinga hvort sem um ræðir umfjallanir um íþróttir, dularfull morðmál eða létt spjall um daginn og veginn, svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2023 20:01 Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28 Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Uppáhaldshlaðvörp íslenskra karlmanna – fyrri hluti Hlaðvörp (e.podcast) eru orðin nær óteljandi og oft á tíðum ómissandi hluti af daglegu lífi einstaklinga hvort sem um ræðir umfjallanir um íþróttir, dularfull morðmál eða létt spjall um daginn og veginn, svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2023 20:01
Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28
Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01