„Þetta er óafsakanlegt“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 22:24 Guðmundur Ingi er ekki sáttur með aðferðir lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira