Gullkálfarnir í GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 5. september 2023 13:30 Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar. Hvernig byrjar þetta allt? Tökum dæmi. Þegar aðili t.d. bóndi skipuleggur frístundasvæði úr landi sínu þá er hann auðvitað að því til að hagnast. Hann selur lóðirnar og þegar sölunni er lokið þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur því hann hefur ekki lengur neinar kvaðir við kaupendur enda búinn að afhenda lóðirnar. Við lóðarhafar í frístundabyggð verðum fljótlega „Gullkálfar„ sveitarfélagsins því fyrst greiðum við lóðargjöld og síðar fasteignagjöld þegar frístundahúsið hefur fengið lokaúttekt. Frístundahús og íbúðarhús borga sömu prósentu í fasteignagjöld, en íbúðarhúsið fær mun meira frá sveitarfélaginu, t.d. malbikaða götu, ljósastaura, stéttar, viðgerðir, sorphirðu og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt. Þarna er að mínu mati húseigendum mismunað. Sama verð ætti að vera fyrir sömu þjónustu. Ekkert breytist þó frístundahúsaeigandi skrái sig hjá Þjóðskrá sem íbúi GOGG og fari að greiða útsvar til hreppsins. Hann er bara settur í hóp sem nefnist „Ótilgreindur í húsi“ sem í raun þýðir að viðkomandi er orðinn „Ósýnilegur“. Þessu eiga margir erfitt með að kyngja og vildu leita lausna hjá GOGG með stofnun samráðs-/samtalshóps um málefni þessa fólks sem óskar þess eins að vera sýnilegt. Þetta mætti gera með einhvers konar skráningu B eða tilhliðrunum af einhverju tagi. Sveitarstjórn hafnaði beiðninni með þeim rökum að óheimilt væri að hafa samráð um eitthvað sem væri ólöglegt. Svo ég vitni í orð oddvita GOGG þá vinnur sveitarstjórn „innan ramma laganna“ og ætlast til þess að ég kyngi þessu svari þeirra um að hér sé ég ólöglegur íbúi. Jafnvel hefur heyrst að seljendur frístundalóða séu að kvarta við sveitarstjórn yfir því að þeir vilji ekki að fólkið noti frístundahúsin of mikið því það sé ónæði af þeim. Fái frístundahúsaeigandi þá flugu í hausinn að gerast íbúi þá er hann „orðinn heimtufrekur“. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Búsetufrelsi var stofnað í GOGG (Grímsnes- & Grafninghreppi) til að leita réttar þess fólks sem velja að búa í frístundahúsi sínu og telur tíma til kominn að fá úr því skorið hvort um lögbrot sé að ræða þegar löggjafinn leyfir því að flytja lögheimilið. Nú er spurning hvort rétt sé að fara með samtökin á landsvísu og berjast fyrir frístundahúsaeigendur. Fá þannig úr því skorið hvort frístundahús sé í raun ekki jafnsett og íbúðarhús fyrst báðar húsagerðir eru að borga sömu prósentu í fasteignagjöld. Ótti sveitarstjórnarfólks við fjölgun íbúa t.d í fámennum hreppi eins og GOGG virðist helstur sá að „völd riðlist“ og mögulega gætu þá einhverjir misst spón úr aski sínum eða nýir íbúar komið með aðra sýn á sveitapólitíkina. Í raun snýst þetta eingögnu um það hvort frístundaeigendur ætli sér að vera „Gullkálfar framtíðarinnar“ fyrir sveitarfélögin. Halda áfram að greiða fasteignagjöld í hæstu hæðum til sveitarfélagsins, án þess að fá fyrir það nokkuð í staðinn. Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun