Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 10:00 Sif Atladóttir og stöllur hennar í Selfossliðinu gætu fallið úr deild þeirra bestu í dag. Vísir/Hulda Margrét Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira