Söngvarinn úr Jonas bræðrum og Game of Thrones leikkonan giftu sig ekki einu sinni, heldur tvisvar árið 2019. Fyrst í Las Vegas í Bandaríkjunum og síðan í Frakklandi.
Joe og Sophie fóru fyrst að stinga saman nefjum í gegnum Instagram árið 2016. Sophie hefur áður sagt frá því að þau hafi átt marga sameiginlega vini. Joe hafi sent sér skilaboð upp úr þurru á miðlinum og hlutirnir strax farið að gerast.
Í umfjöllun People kemur fram að hvorugt þeirra hafi tjáð sig um skilnaðinn opinberlega. Söngvarinn og leikkonan trúlofuðu sig árið 2017 en þau eiga tvær dætur, Willu Jonas sem fæddist árið 2020 og aðra litla stelpu sem fæddist í fyrra. Hjónin hafa aldrei gefið upp nafn stelpunnar.