Fyrstu þreföldu þrennurnar í ensku úrvalsdeildinni í 28 ár Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 23:30 Erling Haaland er sennilega skilvirkasti markaskorari heims um þessar mundir Vísir/Getty Þeir Erling Haaland, Son Heung-min og Evan Ferguson skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þeir skoruðu þrennu hver. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1995 að þrír mismunandi leikmenn skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni sama daginn. Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira