Lífið

Fót­boltapar festi kaup á 180 milljóna króna ein­býli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það mun ekki væsa um þau Fanndísi og Eyjólf í nýja einbýlinu.
Það mun ekki væsa um þau Fanndísi og Eyjólf í nýja einbýlinu. samsett

Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson hefur fest kaup á einbýlishúsi við Holtsbúð í Garðabæ fyrir 182 milljónir króna.  

Smartland greinir frá. 

Um er að ræða 280 fermetra einbýli en í lýsingu á eigninni segri að húsið hafi verið í „frábæru viðhaldi og mikið endurnýjsð“. Húsinu fylgir garður með veröndum og heitur pottur. Baðherbergi eru hönnuð af Rut Káradóttur innanhúsarkitekt sem kom einnig að litavali á húsinu.

Efri hæðin skiptist í forstofu, gestasalerni, rúmgott hol, sjónvarpsstofa og nýlegt eldhús, borðstofu og stofu með arni. Svefnherbergisgangur er með herbergi/fataherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Úr holi er hringstigi niður á neðri hæð sem skiptist í stórt þvottahús, tvöfaldan bílskúr og 75 fm tveggja herbergia aukaíbúð með sér inngangi.

Fanndís Friðriksdóttir hefur lengi verið ein besta fótboltakona landsins en hún á 107 A-landsliðsleiki fyrir Ísland og 17 mörk. Fanndís, sem spilar með Val, sneri aftur á völlinn í sumar eftir barnsburð og skoraði í leiknum. 

Eyjólfur Héðinsson starfar nú sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Hann spilaði síðast fyrir karlalið ÍR en áður spilaði hann bæði í efstu deild Danmerkur, með Midtjylland og SönderjyskE, og Svíþjóð með liðinu GAIS.

Þau Fanndís og Eyjólfur bjuggu áður í Foldasmára í Kópavogi.

Húsið stendur efst á hæðinni.fasteignaljósmyndun
Forstofan.fasteignaljósmyndun
Kósý arinn.fasteignaljósmyndun
Hringstigi er niður á neðri hæð hússins.fasteignaljósmyndun
Íbúðin á neðri hæðinni.fasteignaljósmyndun
Eldhúsið.fasteignaljósmyndun
fasteignaljósmyndun
Baðherbergið.fasteignaljósmyndun
Svefnherbergið á neðri hæðinni.fasteignaljósmyndun
Sjónvarpsrýmið.fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×