„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:32 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. „Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
„Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira