„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:32 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. „Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
„Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira