„Það styttist í gos“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 16:23 Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þar hefur gosið síðustu þrjú ár, og líklegra en ekki þykir að eldgosin verði fleiri. Vísbendingar eru um að það styttist í næsta. Vísir/Arnar Halldórsson Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira