Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar í dag, en þar var vísað til bréfs til borgarskrifstofu þar sem tilkynnt var um leyfið, sem barst með læknisvottorði.
Fram kemur að Þórdís Lóa, sem er oddviti Viðreisnar í borginni, verði fjarverandi frá og með gærdeginum til loka nóvembermánaðar.
Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sat fund forsætisnefnar, en hann er einnig varafulltrúi nefndarinnar.
Ekki náðist í Þórdísi Lóu við vinnslu fréttarinnar.