Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2023 16:00 Fólkið flaug frá Madrid á Spáni þann 23. apríl síðastliðinn. Unsplash/Emilio Garcia Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira