Barist um flugmenn á heimsvísu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2023 13:06 Birgir Jónsson forstjóri Play og Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Allir flugmenn Play voru boðaðir á fund í vikunni eftir að Icelandair bauð allmörgum þeirra vinnu. Play brást við með því að hækka laun flugmanna - og um allt að fimmtíu prósent samkvæmt frétt Túrista. Birgir Jónsson forstjóri Play segir barist um stéttina. „Öll flugfélög í heiminum eru að ráða og stækka við sig og það er mikil uppsveifa i ferðamannaiðnaði og það kemur bara fram í launaþrýstingi á þessar stéttir,“ segir Birgir. „Það lá fyrir í sumar út af þessari samkeppni á alþjóðamarkaði að okkar laun, þegar kemur að flugmönnum, voru orðin úr takti við það sem er verið að bjóða á heimsvísu þannig við hófum vinnu við að laga þau kjör og kynntum það fyrir okkar fólki núna í vikunni. Það lagðist mjög vel í fólk og það er kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta raski okkur mikið.“ Fjórtán flugmenn tóku boðinu en Birgir segir að það muni ekki hafa áhrif á flugáætlun félagsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að umræddir flugmenn hafi sótt um starf hjá félaginu fyrir nokkru síðan. Þeim hafi ekki verið settir neinir afarkostir og gert að segja upp störfum nær samdægurs, líkt og verið hefur í umræðunni. Hann segir mikla samkeppni um starfsfólk og dæmi um að félög hafi þurft að draga saman flugáætlun. „Við höfum séð dæmi um það hjá kollegum okkar úti í heimi,“ segir Bogi og tekur fram að Icelandair sé ekki í þeirri stöðu. „En við fylgjumst auðvitað með þessari þróun og þessum skorti og erum að hjálpa ungu fólki að fara í flugnám og munum gera það aftur núna og hvetjum til þess að fólk geri það. Ætlum að setja það í gang með auknum krafti,“ Hvernig eruð þið að liðka til? „Það er með samstarfi við flugskóla og þess háttar og auðvelda fólki að fara í slíkt nám. Með því að fara í samstarf við fleiri flugskóla hér og í nágrannalöndunum.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26