Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Auður muni fara fyrir rekstri og þjónustu afgreiðslukerfa og sölu á miðlægum búnaði og notendabúnaði. Hún hefur starfað hjá félaginu í tíu ár.
Fram kemur að forveri hennar, Hafsteinn Guðmundsson, hafi tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrarlausna af Sigurði Sæberg Þorsteinssyni sem hverfi til annarra starfa innan Advania-samstæðunnar.
Í framkvæmdastjórn Advania eru nú þau Sigríður Sía Þórðardóttir, Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Auður Inga Einarsdóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri.