Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2023 08:26 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að mikill skortur á flugmönnum ríki nú í heiminum og mikil samkeppni sé um hæft fólk á meðal flugfélaga. „Fyrr í sumar varð ljóst að þessi samkeppni væri að verða til þess að laun þeirra færu hækkandi og erfitt yrði að ráða og að halda flugmönnum. Því hófst vinna innan PLAY við að endurskoða ýmis atriði í launum og starfskjörum flugmanna félagsins. Síðustu daga hafa fréttir borist af því að einn stærsti samkeppnisaðili félagsins hafi haft samband við flugmenn félagsins til að bjóða þeim störf og að þeim hafi verið gefnir þeir afarkostir að ákveða sig hratt og segja upp störfum nær samdægurs. PLAY hefur ekki upplýsingar um við hversu marga var haft samband eða í hverju tilboðið fólst enda er venjan að trúnaður gildi um slíkt á milli aðila. Hins vegar er hægt að upplýsa að félaginu bárust 14 uppsagnir í gær frá flugmönnum. Það er alltaf vont að sjá á eftir góðum liðsmönnum en þó munu þessar breytingar ekki hafa nein afgerandi áhrif á rekstur eða flugáætlun félagsins. Þessum starfsmönnum er óskað velfarnaðar og þakkað fyrir góð störf og þeirra framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni. Höfðu samband við átján flugmenn Fréttir bárust af því að í gær að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að stjórnendur Play hafi brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins á miðvikudagsskvöld. Í frétt Túrista.is kom fram að fram að grunnlaun flugmanna Play væru umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Play hafi hins vegar boðið flugmönnum sínum umtalsverða launahækkun í gær. Samsetning launa flókin og breytileg Í tilkynningunni frá Play, sem send var á fjölmiðla í morgun, kemur fram að samsetning launa og kjör flugfólks séu mun flóknari og breytilegri en flestra annarra starfstétta svo erfitt sé að leggja fram einfalda skýringu á þessari breytingu kjara enda snúist málið einnig um ýmis önnur atriði. „Í fréttum síðustu daga hafa þó verið nefnd dæmi um áhrif þessarar breytinga á kostnaðargrunn félagsins sem eru víðs fjarri raunveruleikanum þó vissulega sé um umtalsverða hækkun að ræða fyrir þessa starfsmenn sem um ræðir. Áhrifin á reksturinn munu koma í ljós í uppgjörum félagsins sem kynnt eru almenningi en þó er hægt að segja að umrædd breyting hefur óveruleg áhrif á einingakostnað félagsins. Vert er að taka fram að PLAY hefur á síðustu misserum oft hækkað laun og bætt kjör starfsfólks síns, flugfólks sem og annarra starfsmanna, enda hefur félagið á að skipa einvala liði sem hefur staðið sig gríðarlega vel í sínum störfum og á allar þakkir skyldar. Það má einnig vera ljóst að félagið gæti ekki hafa haldið öllu þessu góða fólk í vinnu hingað til ef kjör þess væru eins mikið úr takti við önnur flugfélög eins og stundum er fleygt fram. PLAY er stolt af því að hafa skapað um 550 ný störf á íslenskum vinnumarkaði á ríflega tveimur árum og telur að það hafi komið samfélaginu öllu til góða að viðbættu framlagi félagsins í að endurreisa straum ferðamanna til landsins og lækka ferðakostnað Íslendinga. PLAY ætlar, hér eftir sem hingað til, að bjóða öllu sínu starfsfólki samkeppnishæf kjör sem tryggja að félagið muni hafa hæft og gott fólk sem vill taka þátt í því að byggja upp frábært fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af,“ segir í tilkynningunni frá Play. Birgir Jónsson fór yfir stöðuna hjá félaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. 31. ágúst 2023 16:20 Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. 31. ágúst 2023 08:35 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að mikill skortur á flugmönnum ríki nú í heiminum og mikil samkeppni sé um hæft fólk á meðal flugfélaga. „Fyrr í sumar varð ljóst að þessi samkeppni væri að verða til þess að laun þeirra færu hækkandi og erfitt yrði að ráða og að halda flugmönnum. Því hófst vinna innan PLAY við að endurskoða ýmis atriði í launum og starfskjörum flugmanna félagsins. Síðustu daga hafa fréttir borist af því að einn stærsti samkeppnisaðili félagsins hafi haft samband við flugmenn félagsins til að bjóða þeim störf og að þeim hafi verið gefnir þeir afarkostir að ákveða sig hratt og segja upp störfum nær samdægurs. PLAY hefur ekki upplýsingar um við hversu marga var haft samband eða í hverju tilboðið fólst enda er venjan að trúnaður gildi um slíkt á milli aðila. Hins vegar er hægt að upplýsa að félaginu bárust 14 uppsagnir í gær frá flugmönnum. Það er alltaf vont að sjá á eftir góðum liðsmönnum en þó munu þessar breytingar ekki hafa nein afgerandi áhrif á rekstur eða flugáætlun félagsins. Þessum starfsmönnum er óskað velfarnaðar og þakkað fyrir góð störf og þeirra framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni. Höfðu samband við átján flugmenn Fréttir bárust af því að í gær að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að stjórnendur Play hafi brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins á miðvikudagsskvöld. Í frétt Túrista.is kom fram að fram að grunnlaun flugmanna Play væru umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Play hafi hins vegar boðið flugmönnum sínum umtalsverða launahækkun í gær. Samsetning launa flókin og breytileg Í tilkynningunni frá Play, sem send var á fjölmiðla í morgun, kemur fram að samsetning launa og kjör flugfólks séu mun flóknari og breytilegri en flestra annarra starfstétta svo erfitt sé að leggja fram einfalda skýringu á þessari breytingu kjara enda snúist málið einnig um ýmis önnur atriði. „Í fréttum síðustu daga hafa þó verið nefnd dæmi um áhrif þessarar breytinga á kostnaðargrunn félagsins sem eru víðs fjarri raunveruleikanum þó vissulega sé um umtalsverða hækkun að ræða fyrir þessa starfsmenn sem um ræðir. Áhrifin á reksturinn munu koma í ljós í uppgjörum félagsins sem kynnt eru almenningi en þó er hægt að segja að umrædd breyting hefur óveruleg áhrif á einingakostnað félagsins. Vert er að taka fram að PLAY hefur á síðustu misserum oft hækkað laun og bætt kjör starfsfólks síns, flugfólks sem og annarra starfsmanna, enda hefur félagið á að skipa einvala liði sem hefur staðið sig gríðarlega vel í sínum störfum og á allar þakkir skyldar. Það má einnig vera ljóst að félagið gæti ekki hafa haldið öllu þessu góða fólk í vinnu hingað til ef kjör þess væru eins mikið úr takti við önnur flugfélög eins og stundum er fleygt fram. PLAY er stolt af því að hafa skapað um 550 ný störf á íslenskum vinnumarkaði á ríflega tveimur árum og telur að það hafi komið samfélaginu öllu til góða að viðbættu framlagi félagsins í að endurreisa straum ferðamanna til landsins og lækka ferðakostnað Íslendinga. PLAY ætlar, hér eftir sem hingað til, að bjóða öllu sínu starfsfólki samkeppnishæf kjör sem tryggja að félagið muni hafa hæft og gott fólk sem vill taka þátt í því að byggja upp frábært fyrirtæki sem við getum öll verið stolt af,“ segir í tilkynningunni frá Play. Birgir Jónsson fór yfir stöðuna hjá félaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan.
Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. 31. ágúst 2023 16:20 Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. 31. ágúst 2023 08:35 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. 31. ágúst 2023 16:20
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26
Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. 31. ágúst 2023 08:35