Frá þessu greinir Túristi.is.
Þar segir að hinn skamma umþóttunartíma megi meðal annars rekja til þess að umræddir flugmenn verði að hefja þjálfun hjá Icelandair í október og nóvember.
Stjórnendur Play eru sagðir hafa brugðist við stöðunni með því að boða alla flugmenn félagsins til fundar í gærkvöldi en engar upplýsingar virðast liggja fyrir um hvað var rætt á fundinum.
Samkvæmt Túrista eru laun áhafna Icelandair nokkuð hærri en hjá Play en grunnlaun flugmanna hjá Play eru 590 þúsund á meðan þau eru 860 þúsund hjá Icelandair.
Um 120 til 140 flugmenn störfuðu hjá Play í sumar að sögn Túrista.