Ölfus stofnar Títan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 17:50 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus. Vísir/Egill Sveitarfélagið Ölfus hefur stofnað Orkufélagið Títan ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félagið sé rekstrarfélag. Tilgangur þess sé orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í tilkynningu segir að í stjórn félagsins hafi eftirfarandi verið kjörnir: Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir og Gestur Þór Kristjánsson. Jafnframt var Elliði Vignisson ráðinn framkvæmdastjóri með prókúru. „Aðgengi að orku er að verða ein helsta ógn verðmætasköpunar á Íslandi og mikilvægt að allir leggist á eitt til að hreyfa við málum. Það verður ekki við það búið að hér takmarkist verðmætasköpun af því að ekki sé nægt aðgengi að orku. Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á Íslandi með fjölmarga kosti til nýtingar,“ segir Elliði Vignissson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við höfum sótt fast fram á forsendum framleiðslu á umhverfisvænum matvælum og fl. og berum því ábyrgð á því að innviðir eins og aðgengi að orku verði tryggðir. Hlutverk félagsins verður fyrst og fremst að koma fram í þessum málum fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfus og þá eftir atvikum í samstarfi við orkufyrirtæki með aðgengi að þekkingu, tækjum og fjármagni. Þannig er það ekki séð sem hlutverk félagsins að standa í áhætturekstri heldur að leita samstarfs sem tryggir íbúum verðmætasköpun og velferð.“ Þá er haft eftir Grétari Inga Erlendssyni, stjórnarformanni hins nýja félags, að með stofnuninni sé ætlunin að beita sér enn fastar en áður fyrir nýtingu orkukosta innan Sveitarfélagsins Ölfus í þeim tilgangi að tryggja íbúum og fyrirtækjum aðgengi að orku. „Í þessu samhengi horfum við meðal annars til nýtingar á Ölkelduhálsi með möguleika á skáborun undir Reykjadal, Grændal og Gufudal, þá er þekkt aðgengi að orku í Ölfusdal, við Hlíðardalsskóla og víðar innan Sveitarfélagsins. Við höfum á seinustu árum verið of miklir áhorfendur í orkumálum og til að mynda séð sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggja upp stærsta jarðorkuver í heimi upp hér í Ölfusinu,“ segir Grétar. „Svo magnað sem það er þá nýtist þessi mikla orka sem þar er unnin ekki fyrir fyrirtæki hér á svæðinu heldur er hver einasti dropi nýttur á höfuðborgarsvæðinu auk smáræðis innan lóðar þeirra á Hellisheiði. Þessu ætlum við að breyta með því að stíga sjálf fram í þessum málum.“ Ölfus Orkumál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þar segir að félagið sé rekstrarfélag. Tilgangur þess sé orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í tilkynningu segir að í stjórn félagsins hafi eftirfarandi verið kjörnir: Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir og Gestur Þór Kristjánsson. Jafnframt var Elliði Vignisson ráðinn framkvæmdastjóri með prókúru. „Aðgengi að orku er að verða ein helsta ógn verðmætasköpunar á Íslandi og mikilvægt að allir leggist á eitt til að hreyfa við málum. Það verður ekki við það búið að hér takmarkist verðmætasköpun af því að ekki sé nægt aðgengi að orku. Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á Íslandi með fjölmarga kosti til nýtingar,“ segir Elliði Vignissson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við höfum sótt fast fram á forsendum framleiðslu á umhverfisvænum matvælum og fl. og berum því ábyrgð á því að innviðir eins og aðgengi að orku verði tryggðir. Hlutverk félagsins verður fyrst og fremst að koma fram í þessum málum fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfus og þá eftir atvikum í samstarfi við orkufyrirtæki með aðgengi að þekkingu, tækjum og fjármagni. Þannig er það ekki séð sem hlutverk félagsins að standa í áhætturekstri heldur að leita samstarfs sem tryggir íbúum verðmætasköpun og velferð.“ Þá er haft eftir Grétari Inga Erlendssyni, stjórnarformanni hins nýja félags, að með stofnuninni sé ætlunin að beita sér enn fastar en áður fyrir nýtingu orkukosta innan Sveitarfélagsins Ölfus í þeim tilgangi að tryggja íbúum og fyrirtækjum aðgengi að orku. „Í þessu samhengi horfum við meðal annars til nýtingar á Ölkelduhálsi með möguleika á skáborun undir Reykjadal, Grændal og Gufudal, þá er þekkt aðgengi að orku í Ölfusdal, við Hlíðardalsskóla og víðar innan Sveitarfélagsins. Við höfum á seinustu árum verið of miklir áhorfendur í orkumálum og til að mynda séð sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggja upp stærsta jarðorkuver í heimi upp hér í Ölfusinu,“ segir Grétar. „Svo magnað sem það er þá nýtist þessi mikla orka sem þar er unnin ekki fyrir fyrirtæki hér á svæðinu heldur er hver einasti dropi nýttur á höfuðborgarsvæðinu auk smáræðis innan lóðar þeirra á Hellisheiði. Þessu ætlum við að breyta með því að stíga sjálf fram í þessum málum.“
Ölfus Orkumál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira